Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50097
Í þessari ritgerð var stjórnun í íslenskum fyrirtækjum skoðuð og borin saman við erlenda stjórnarhætti. Greint var frá því hvernig íslensk fyrirtæki aðlagast erlendum stjórnarháttum og hvaða áskoranir og tækifæri fylgja því.
Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvernig menning mótar stjórnun í íslenskum fyrirtækjum, hvaða leiðtogastílar eru algengir og hvernig þeir eru frábrugðnir erlendum aðferðum, ásamt því hvernig íslensk fyrirtæki geta nýtt erlendar aðferðir til að bæta stjórnun, auka starfsánægju og efla stöðu sína á erlendum mörkuðum.
Í niðurstöðum ritgerðarinnar kemur fram að íslensk stjórnun mótast að miklu leiti af menningu, sveigjanleika og trausti milli stjórnenda og starfsmanna sem stuðlar að nýsköpun og hraðri ákvarðanatöku. Einnig kemur fram að íslensk stjórnun er óformlegri og hraðvirkari en í löndum með skýrari valdaskiptingu, sem hefur bæði kosti og galla (Olga Ýr Björgvinsdóttir, 2020). Þá kemur einnig í ljós að þegar íslensk fyrirtæki taka upp erlendar aðferðir er mikilvægt að aðlaga þær að íslenskri menningu og aðstæðum til að bæta stjórnun og auka starfsánægju. Lykilatriði er að útskýra breytingarnar vel til að koma í veg fyrir mótstöðu starfsmanna (Magnús Haukur Ásgeirsson og Eydís Rós Ármannsdóttir, 2022).
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-Ritgerð Lokaskil 12.5.2025 (PDF).pdf | 461,91 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
IMG_2853.jpg | 881,17 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |