en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/5009

Title: 
  • Title is in Icelandic „Form og stíll örðugt viðfangs.“ Frásagnaraðferð í verkum Jakobínu Sigurðardóttur
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Nafn Jakobínu Sigurðardóttur (1918–1994) virðist hafa fallið á milli þils og veggjar í
    umræðu um þá endurskoðun á íslensku skáldsagnaformi sem hófst um miðjan 7.
    áratug 20. aldar. Þrátt fyrir að hafa skrifað bækur sínar á tímabilinu 1959–1994 og
    frásagnarform fjölmargra verka hennar sé óvenjulegt og nýstárlegt – jafnvel einsdæmi
    – er Jakobínu ekki getið í öllum yfirlitsgreinum um íslenkar bókmenntir eftir 1960. Í
    þessari umfjöllun er leitast við að sýna fram á að Jakobína eigi skilið að vera talin
    einn af formbyltingarhöfundum íslenskrar sagnagerðar.
    Allar skáldsögur og smásagnasöfn Jakobínu eru til umfjöllunar hér og
    frásagnaraðferð þeirra er m.a. greind með hjálp hugrænnar frásagnarfræði (e.
    cognitive narratology). Fræðin, sem eru enn fremur lítt þekkt hér á landi, eru kynnt
    ítarlega í inngangskafla sem og jafnóðum við greiningu á sögunum. Í 2. kafla er
    fjallað um persónusköpun í smásögunni „Veginum upp á fjallið“ (Vegurinn upp á
    fjallið 1990) og skáldsögunum Dægurvísu (1965) og Snörunni (1968). Einræður og
    samtöl í ýmsum sögum Jakobínu eru til umfjöllunar í 3. kafla og í 4. kafla er
    gríðarlega margslungin og einstök frásagnaraðferð Lifandi vatnsins – – – (1974)
    rannsökuð. Í 5. kafla er þróun höfundarverks skáldkonunnar skoðuð, m.a. með tilliti
    til hlutverks sögumanns og höfundar í frásögninni, og greint frá hugmyndum um
    frásagnartækni sem beinlínis eru til umfjöllunar í verkunum. Þessi þróun og
    frásagnarfræðiumræða í sögum Jakobínu er einnig borin saman við fræðiskrif og
    skáldverk Halldórs Laxness.

Description: 
  • Description is in Icelandic Ritgerðin er lokuð til júlí 2013
Accepted: 
  • May 7, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5009


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ásta Kristín - MA-ritgerð.pdf775,34 kBOpenHeildartextiPDFView/Open