is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50116

Titill: 
  • Samband markaðshneigðar og frammistöðu fyrirtækja í sjávarútvegi á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markaðshneigð er eitt af þeim hugtökum sem mest hefur verið rannsakað innan markaðsfræðinnar. Markaðshneigð hefur verið skilgreind sem ákveðin fyrirtækjamenning þar sem áhersla er lögð á að safna, miðla og bregðast við upplýsingum um markaðinn, viðskiptavini og samkeppnisaðila. Markaðshneigð fyrirtæki geta á skilvirkan hátt náð að skapa aukið virði fyrir kaupendur og um leið skilað framúrskarandi árangri fyrir fyrirtækið. Þessi nálgun setur viðskiptavininn í miðpunkt allra viðskiptaákvarðana, krefst sveigjanleika og skjótra viðbragða við breytingum á markaðnum. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að fyrirtæki sem leggja áherslu á markaðshneigð ná fram betri frammistöðu.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna samband markaðshneigðar við frammistöðu hjá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem selja sjávarafurðir á erlendan markað. Einnig var lagt mat á markaðshneigð fyrirtækjanna. MARKOR mælitækið var notað til að framkvæma megindlega rannsókn. Markaðshneigð var metin út frá þremur þáttum, öflun upplýsinga, miðlun upplýsinga og viðbrögð við upplýsingum. Frammistaða var metin út frá sjö þáttum frammistöðu samanborið við helstu samkeppnisaðila. Það er heildarframmistöðu, vexti í markaðshlutdeild, söluhagnaði, söluaukningu af nýjum vörum, vexti í sölu, arðsemi eigna og arðsemi fjárfestinga.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að ekki er samband milli markaðshneigðar og frammistöðuþáttanna heildarframmistaða, vöxtur markaðshlutdeildar, vöxtur í sölu, söluhagnaði né arðsemi fjárfestinga. Hins vegar mældist samband milli markaðshneigðar við hlutfall sölu á nýjum vörum og arðsemi eigna.
    Einnig bentu niðurstöður til að markaðshneigða víddin, viðbrögð við upplýsingum er með tengsl við frammistöðuþættina hlutfall sölu á nýjum vörum, arðsemi eigna, vexti í sölu, arðsemi fjárfestinga og aukningu í markaðshlutdeild fyrirtækjanna. Markaðshneigða víddin, miðlun upplýsinga hafði tengsl við arðsemi eigna og aukningu í markaðshlutdeild. Aftur á móti mældust engin tengsl milli söfnun upplýsinga og frammistöðuþáttanna.
    Rannsóknin er framlag til fræðanna um samband markaðshneigðar og frammistöðu íslenskrar sjávarútvegsfyrirtækja sem selja sjávarafurðir erlendis. Aukin þekking á fræðunum er mikilvæg til að dýpka skilning á markaðshneigð innan sjávarútvegsins og kanna hvort markaðshneigð geti leitt til betri frammistöðu.

Samþykkt: 
  • 13.5.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50116


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Undirskrift Ritgerð Margret Albertsdóttir.jpg313,97 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Skemman - markaðshneigð og frammistaða fyrirtækja í sjávarútvegi.pdf917,29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna