is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50130

Titill: 
  • Ábótagjafir meðal nýbura á sængurlegudeild Landspítala: Lýsandi þversniðsrannsókn
  • Titill er á ensku In-hospital formula supplementation of newborns at Landspítali's postnatal ward: A descriptive cross-sectional study
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Brjóstagjöf hefur margvíslegan heilsufarslegan ávinning fyrir móður og barn og er brjóstamjólkin talin vera besta næring fyrir börn fyrstu sex mánuði ævinnar. Hins vegar hefur notkun þurrmjólkur fyrstu dagana eftir fæðingu áhrif á hversu algeng eingöngu brjóstagjöf er fyrstu sex mánuðina. Ábótagjöf fyrstu dagana getur þannig haft neikvæð áhrif á brjóstagjöf og aukið líkur á að brjóstagjöfinni verði hætt fyrr en ráðleggingar segja til um. Aðeins ein rannsókn hefur verið gerð um ábótagjafir innan sjúkrahúsa hérlendis.
    Tilgangur: Rannsóknin er framhaldsrannsókn og er markmið hennar að auka við þekkingu um tíðni ábótagjafa meðal nýbura á sængurlegudeild Landspítala og skoða ástæður ábótagjafa, sérstaklega án læknisfræðilegra ábendinga.
    Aðferð: Rannsóknin byggir á ákveðinni grunnvinnu sem átti sér stað vorið 2024. Gerð var lýsandi þversniðsrannsókn með gögnum úr gagnasafni Landspítala um skráðar ábótagjafir á sængurlegudeild. Í úrtaki voru 104 nýburar með skráða ábótagjöf frá 1. janúar 2024 – 31. júlí 2024. Notast var við lýsandi tölfræði við gagnaúrvinnslu og framsetningu niðurstaðna.
    Niðurstöður: Tíðni ábótagjafa meðal þeirra 1503 nýbura sem lögðust inn á sængurlegudeild Landspítala á rannsóknartímabilinu var 6,9% (n=104). Meirihluti nýburanna fékk ábótagjöf án læknisfræðilegra ábendinga, eða 65,4% en af þeim fengu 58,6% ábótagjöf einungis án læknisfræðilegra ábendinga. Ósk móður og lítil mjólk voru algengustu ástæður þess að nýburar fengu ábótagjöf án læknisfræðilegra ábendinga, eða í 36,7% og 27,5% tilfella í sömu röð.
    Ályktanir: Erfitt er að álykta um tíðni ábótagjafa meðal nýbura á sængurlegudeild Landspítala, þar sem skráningu þeirra var ábótavant. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að starfsfólk deildarinnar þurfi stuðning og góðar leiðbeiningar við skráningu, sem og aukna þekkingu á mikilvægi þess að skrá ábótagjafir nýbura í sjúkraskrá þeirra. Mikilvægt er að ljósmæður og hjúkrunarfræðingar, sem sinna konum í barneignarferlinu, búi yfir viðeigandi þekkingu sem snýr að brjóstagjöf og áhrifaþáttum ábótagjafa. Þannig getur starfsfólk aukið hæfni sína varðandi stuðning mæðra við brjóstagjöf, veitt þeim viðeigandi fræðslu og foreldrar þannig tekið upplýsta ákvörðun um næringarval barna sinna. Þörf er á frekari rannsóknum hérlendis tengdu viðfangsefninu.
    Lykilorð: Ábótagjöf, þurrmjólk, sjúkrahús, sængurlegudeild, brjóstagjöf, brjóstamjólk, nýburi

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Breastfeeding has various health benefits for both mother and child, and breastmilk is the ideal food for indfants during the first six months of life. However, the use of infant formula in the first days after birth affects the prevalence of exclusive breastfeeding for the first six months. Infant supplementation during the first days can have negative affects on subsequent breastfeeding and increase the likelihood of early cessation, contrary to recommendations. To date, only one study has been conducted on in-hospital supplementation in Iceland.
    Objective: This study is a follow-up study aiming to expand knowledge of in-hospital formula supplementation rates among newborns in the postpartum unit of University Hospital in Iceland and examine the reasons, particularly those who are not medically indicated.
    Method: The study builds on foundational work conducted in the spring of 2024. A descriptive cross-sectional study was performed, utilizing data on recorded in-hospital formula supplementations in the post-partum unit from the hospital database. The sample consisted of 104 newborns with recorded supplementation between January 1, 2024 and July 31, 2024. Descriptive statistics were used for data processing and presentation of results.
    Results: Among the 1503 newborns admitted to the postpartum unit during the study period, the in-hospital formula supplementation rate was 6,9% (n=104). The majority of newborns received supplementation without medical indications (65,4%), and of these, 58,6% were supplemented solely without medical indications. Maternal request and low milk supply were the most common reasons for supplementation without medical indications, accounting for 36,7% and 27,5% of cases, respectively.
    Conclusions: It is difficult to draw conclusions regarding in-hospital formula supplementation rates among newborns in the postpartum unit due to incomplete documentation. The findings indicate that hospital staff require support and clear guidelines for documentation, as well as increased knowledge about the importance of recording newborn supplementation in medical records. It is essential for midwives and nurses involved in maternity care to have the sufficient knowledge regarding breastfeeding and the predictors of in-hospital formula supplementation. This way, staff can increase their competence and skills to support mothers in breastfeeding, provide appropriate information and enable parents to make informed decisions about their child's nutrition. Further research on this topic is needed in Iceland.
    Keywords: formula supplementation, formula, hospital, postpartum unit, breastfeeding, breastmilk, newborn

Samþykkt: 
  • 13.5.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50130


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ábótagjafir meðal nýbura á sængurlegudeild Landspítala_ÓR.pdf2,99 MBLokaður til...14.06.2027HeildartextiPDF
Yfirlýsing.png2,2 MBLokaðurYfirlýsingPNG