is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50162

Titill: 
  • Áhrif eins leyfisbréfs kennara á leikskólastigið
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Með gildistöku laga nr. 95/2019 var farið að gefa út eitt leyfisbréf fyrir kennara þvert á skólastig, leik- grunn- og framhaldsskóla. Leikskólakennarar höfðu ákveðnar efasemdir um ágæti þessara breytinga. Þeir óttuðust meðal annars að leikskólakennarar myndu færa sig í auknum mæli yfir á grunnskólastigið og að vægi leiksins sem kennsluaðferðar leikskólans gæti minnkað ef aukning yrði á kennurum í leikskólum sem ekki hefðu þekkingu á kennslufræði leiksins. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á þau tækifæri og áskoranir sem felast kunna í einu leyfisbréfi kennara í samhengi við leikskólakennara sem fagfólk, leikinn sem námsleið, leikskólann sem faglegt lærdómssamfélag, samfellu í námi barna og tengsl skólastiga. Rannsóknin byggir á eigindlegri nálgun þar sem tekin voru viðtöl við þrjá leikskólakennara, þrjá leikskólastjóra, formann Félags leikskólakennara og formann Félags stjórnenda leikskóla. Meginniðurstöður sýna að leikskólakennarar eru almennt jákvæðir gagnvart einu leyfisbréfi og telja það geta eflt leikskólakennara sem fagfólk að starfa í kennarahópi með breiðari fagþekkingu auk þess sem það geti leitt til aukinna gæða leikskólastarfs. Eins telja þeir að með þessu geti skapast sterkari heildarsýn og samfella í námi barna. Varðandi áskoranir sem leikskólakennarar telja helst að geti komið upp í kjölfar þessarar lagasetningar má skipta þeim í þrennt. Í fyrsta lagi fækkun leikskólakennara í leikskólum og flótta þeirra yfir í grunnskólann, þar sem samanburður á starfsaðstæðum milli þessara tveggja skólastiga sé leikskólanum óhagstæður. Í öðru lagi eru uppi áhyggjur af því að fækkun leikskólakennara í leikskólum og breyttar áherslur í faglegu starfi leikskólakennara komi niður á tíma þeirra með börnum í frjálsum leik sem leiði til minnkandi áherslu á leikinn sem námsleið barna. Að síðustu hafa leikskólakennarar áhyggjur af auknum þjónustukröfum á leikskólann sem byggi á forsendum atvinnulífsins fremur en þörfum barnanna.

  • Útdráttur er á ensku

    With the entry into force of Act No. 95/2019, a single teacher license was introduced across school levels, pre-, primary and secondary schools. Preschool teachers had certain reservations about the merits of these changes, fearing, among other things, that preschool teachers would increasingly move to the primary school level and that the importance of play as a teaching method in preschools could decrease if there were an increase in teachers in preschools who did not have knowledge of the pedagogy of play. The aim of this study was to shed light on the opportunities and challenges that a single licence for teachers can present for preschool teachers as professionals, play as a learning method, the preschool as a professional learning community, continuity in children's learning and the relationship between school levels. The study is based on qualitative approaches where interviews were conducted with three preschool teachers, three preschool principals, the chairman of the Association of Preschool Teachers and the chairman of the Association of Preschool Administrators. The main findings show that preschool teachers are generally positive towards a single license and believe that it can strengthen preschool teachers as professionals to work in a group of teachers with broader professional knowledge, as well as lead to increased quality of preschool work. They also believe that this can create a stronger overall vision and continuity in children's learning. Regarding the challenges that preschool teachers believe may arise as a result of this legislation they are mainly threefold. Firstly a reduction in the number of preschool teachers and their migration over to the primary school level, due to better working conditions at that level. Secondly there are worries that fewer preschool teachers and increased demands on their time may mean less time spent by them with children during playtime and result in less emphasis being placed on play as a learning method for children. Lastly preschool teachers worry about increased service demands on preschools that are based on the needs of the broader labour market rather than the needs of the children.

Samþykkt: 
  • 15.5.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50162


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gudmunda_vala_jonasdottir_med_2025.pdf1,19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_gudmunda_vala_jonasdottir.pdf66,58 kBLokaðurYfirlýsingPDF