Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50168
Meginviðfangsefni rannsóknarinnar er að skoða starfssamfélög kennara og annars fagfólks í grunnskóla með sérstakri áherslu á hlutverk deildarstjóra í því samhengi. Skoðuð voru tvö starfssamfélög í grunnskóla og rýnt í starf deildarstjóra í leiðandi hlutverki innan þeirra, með ígrundun og dagbókarskrifum. Rannsóknin er unnin með aðferðum starfendarannsókna, þar sem deildarstjórinn rýnir í eigið starf og starf starfssamfélaganna. Tekin voru viðtöl við sjö þátttakendur í starfssamfélögum á mismunandi þróunarstigum og samstarf innan þeirra skoðað. Deildarstjórinn var þátttakandi í starfssamfélögunum og aflaði gagna með upptökum af fundum og samtölum við þátttakendur. Gögnin nýttust svo við ígrundun .
Í rannsókninni er samstarf og fagleg þróun kennara og annars fagfólks skoðað í ljósi kenninga um nám fullorðinna og stuðst við rannsóknir Knud Illeris um þrjár víddir náms. Þegar fjallað er um starfssamfélög er stuðst við kenningar Etienne Wenger og Jean Lave sem skilgreindu hugtakið og hafa fjallað um myndun og þróun starfsssamfélaga í víðu samhengi. Wenger og Lave (1991) skilgreina hugtakið starfssamfélag sem hóp fólks sem hefur sameiginlegan áhuga eða ástríðu fyrir tilteknu viðfangsefni og lærir í gegnum samskipti meira um efnið (Lave & Wenger, 1991). Í rannsókninni er sjónum beint að því með hvaða augum kennarar líta þátttöku sína í starfssamfélagi, með tilliti til faglegrar starfsþróunar. Lögð er áhersla á að skoða hvernig deildarstjóri í grunnskóla getur stuðlað að og stutt við starfssamfélög kennara og annars fagfólks, hvaða áskoranir eru fyrir hendi og hvernig deildarstjóri getur best mætt þeim áskorunum.
Niðurstöður gefa vísbendingar um að kennurum og fagfólki þyki þátttaka í starfssamfélagi gagnleg leið til þess að efla faglega þekkingu sína, sjálfstraust og áræðni í starfi. Starfssamfélög séu góður vettvangur fyrir kennara og fagfólk í grunnskólum til þess að deila hugmyndum, ráðum og reynslu og læra saman. Hlutverk deildarstjóra getur verið veigamikið í þessu samhengi. Í gegnum starf sitt hefur deildarstjóri tækifæri til að koma auga á og styðja við möguleg starfssamfélög innan skólans sem dýrmæta leið til þess að stuðla að faglegri starfsþróun kennara og annars fagfólks. Deildarstjóri getur stutt við starfssamfélög með ýmsum hætti, m.a. með því að stuðla að því að skapa æskilegar aðstæður þar sem samfélög geta myndast, vaxið og þroskast.
We are the core. When teachers learn together: Communities of practice in primary schools and the leadership role of department heads
The focus of this thesis is to examine communities of practice in an elementary school with special emphasis on the role of the head of department in that context. Two communities of practice in an elementary school were examined, and the leading role of a department head within them was analysed through reflection and journaling. The research is conducted using action research methods, where the department head examines their own work and the work of Communities of practice in their school. Interviews were conducted with five participants in Communities of practice at different developmental stages, and collaboration within them was examined. The department head was a participant in both communities of practice and collected data through recordings of meetings and conversations with participants. The data was then used for reflection.
In the research, collaboration and professional development of teachers and other professionals are examined in light of theories about adult learning, drawing on Knud Illeris's three dimensions of learning. When discussing communities of practice, the research relies on theories by Etienne Wenger and Jean Lave who defined the concept and have discussed their formation and development in a broad context. Wenger and Lave (1991) define the concept of a community of practice as a group of people who have a common interest or passion for a particular subject and learn more about the subject through interaction (Lave & Wenger, 1991). The research focuses on how teachers view their participation in a community of practice regarding professional development. Emphasis is placed on examining how a department head in an elementary school can promote and support communities of practice among teachers and other professionals, what challenges exist, and how they can be met.
The results indicate that teachers and professionals find participation in a community of practice a useful way to enhance their professional knowledge, self-confidence, and courage in their work. Communities of practice are a good platform for teachers and professionals in elementary schools to share ideas, advice, and experiences and learn together. The role of the department head can be significant in this context. Through his or her work, the head of department has the opportunity to identify and support potential communities of practice in the school as a valuable way to promote professional development of teachers and other professionals. The head of department can support communities of practice in various ways, e.g. by contributing to the creation of desirable conditions where communities can form, grow and develop.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Særún Rósa Ástþórsdóttir .pdf | 1,11 MB | Lokaður til...15.05.2030 | Heildartexti | ||
2024_Skemman_yfirlysing3__1_.pdf | 171,9 kB | Lokaður | Yfirlýsing |