is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50171

Titill: 
  • Áhrif tveggja útgáfa af Hvatningarleiknum á endurgjöf kennara, hegðun og námsástundun nemenda og hávaða í kennslustofum í 4. bekk
  • Titill er á ensku Effects of two versions of the Good Behavior Game on teacher feedback, student behavior and academic engagement, and classroom noise levels in 4th grade
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif táknstyrkja-útgáfu og áminninga-útgáfu af Hvatningarleiknum (e. Good Behavior Game) á endurgjöf kennara, hegðun og námsástundun nemenda, auk hávaða í kennslustofum. Þátttakendur voru tveir kennarar sem kenndu 4. bekk í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og samtals átta nemendur úr báðum bekkjum sem áttu hvað erfiðast með sjálfstjórn og námsástundun að mati kennara. Gögnum var safnað með beinu áhorfi í kennslustundum þegar nemendur voru í sjálfstæðri verkefnavinnu. Margþátta einliðasnið sýndi að þegar kennarar notuðu Hvatningarleikinn samhliða kennslu jókst jákvæð endurgjöf að meðaltali úr 1% áhorfsbila upp í 15% áhorfsbila með áminninga-útgáfu og 17% áhorfsbila með táknstyrkja-útgáfu. Þarf af jókst lýsandi hrós að meðaltali úr 0,3% upp í 13% áhorfsbila með áminninga-útgáfu og 16% áhorfsbila með táknstyrkja-útgáfu. Neikvæðri endurgjöf fækkaði úr 1,5% áhorfsbila að meðaltali á grunnskeiði niður í 0% við notkun Hvatningarleiksins, óháð útgáfu. Óæskileg hegðun minnkaði að meðaltali úr 54% áhorfsbila í 12% áhorfsbila með áminninga-útgáfu og 16% áhorfsbila með táknstyrkja-útgáfu, sem jafngildir um 70-78% minnkun. Áminninga-útgáfan hafði meiri áhrif í öðrum bekknum en táknstyrkja-útgáfan í hinum. Samhliða því jókst námsástundun að meðaltali úr 41% áhorfsbila í 81% áhorfsbila með áminninga-útgáfu og 77% áhorfsbila með táknstyrkja-útgáfu, sem jafngildir um 88-98% aukningu. Hávaði í kennslustofu lækkaði að meðaltali úr 56 dB á grunnskeiði í 43 dB með áminninga-útgáfu og 47 dB með táknstyrkja-útgáfu. Kennarar voru almennt jákvæðir fyrir notkun Hvatningarleiksins en töldu áminninga-útgáfu auðveldari í framkvæmd samhliða kennslu. Um 60% nemenda fannst táknstyrkja-útgáfan betri og um 40% fannst áminninga-útgáfan betri. Niðurstöður benda til þess að báðar útgáfur af Hvatningarleiknum geti stuðlað að jákvæðara og hljóðlátara námsumhverfi, bættri hegðun og námsástundun nemenda í erfiðleikum með sjálfstjórn í 4. bekk í grunnskólum hérlendis.

Samþykkt: 
  • 15.5.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50171


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alisa_Run_Andresdottir_Hvatningarleikurinn.pdf3,08 MBLokaður til...02.06.2027HeildartextiPDF
Yfirlysing.pdf249,03 kBLokaðurYfirlýsingPDF