is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50184

Titill: 
  • Líðan nemenda skiptir höfuðmáli: Starfendarannsókn um leiðir til að skilja líðan og þarfir nemenda til að stuðla að farsælli skólagöngu.
  • Titill er á ensku Student welfare above all: Action research on methods to understand the emotional health and needs of pupils to encourage a successful education.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Líðan nemenda hefur lengi verið mér hugleikin í starfi sem verkefnastjóri stoðþjónustu í grunnskóla. Rannsóknir benda til þess að líðan nemenda fari versnandi og því mikilvægt að huga að þessum þætti í skólastarfi.Þessi starfendarannsókn var framkvæmd í litlum grunnskóla úti á landi með áherslu á að greina og skoða betur líðan og þarfir nemenda. Tilgangur hennar var að bæta líðan ungmenna til að þau geti náð sem bestum árangri í lífinu. Markmiðið var að efla innsýn mína og færni í að skilja líðan og þarfir nemenda til að ég geti stutt betur við nemendur í skólastarfinu og starfsfólk skólans í félags- og tilfinningakennslu. Ég rýndi í minn skilning og þær leiðir sem ég hef farið í stuðningi, en beinir og óbeinir þátttakendur eru starfsfólk og nemendur í skólanum mínum. Gagnaöflun fólst í rannsóknardagbók, vettvangsnótum og óformlegum samtölum mínum við einstaklinga í skólasamfélaginu. Rannsóknarspurningarnar voru tvær: Hvaða leiðir fer ég til að skilja betur líðan og þarfir nemenda minna? Og hvernig get ég deilt því sem ég læri með samstarfsfólki mínu?Í gegnum rannsóknina öðlaðist ég betri skilning á að nærvera alls starfsfólks skiptir máli þegar kemur að stuðningi við líðan nemenda. Við erum fyrirmyndir og framkoma okkar og fas skiptir máli. Tilfinningafærni nemenda hefur mikil áhrif á hvernig þeir ná að tileinka sér námið og mikilvægt að hlusta á þarfir þeirra, styrkja tengsl og sýna umhyggju í verki þannig að nemendur upplifi að þeir tilheyri samfélaginu í skólanum sínum. Mikilvægt er fyrir skólann að móta sér markvissa stefnu í félags- og tilfinninganámi fyrir nemendur til að auka samfellu í því námi svo þeir geti tekist á við allar þær áskoranir sem lífið býður upp á, á farsælan hátt.Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að það að byggja upp jákvæða menningu í skólanum sé einn af lykilþáttum í því að stuðla að því að öllum líði vel og geti blómstrað í sínu. Framtíðin er að veði.

  • Útdráttur er á ensku

    The emotional welfare of pupils has long since been on my mind as a project director for special educational needs services in primary school. Recent studies indicate that the mental health of students is getting worse and therefore important to consider this factor in early education.
    This action research was observed in a small primary school in a remote part of Iceland with the aim to understand the emotional needs and challenges of students. The aim of the study was to improve the mental health of young people so that they may achieve further success in life. The focus of the study was to enhance my understanding and ability to identify the needs and challenges of pupils so that I may better support students in their education and encourage the school faculty in social and emotional teaching. I have examined my own understanding and the pathways I have taken to support students. The schools students and faculty are impartial participants. The data collected included a research journal, field notes and informal conversations with individuals in the catchment area. The study investigates two questions: What methods do I employ to better understand the feelings and needs of my own students and how can I share that with my colleagues.
    During the course of the study I realised that the presence of all faculty contributes to the mental health of pupils. We are role models and our appearance and bearing matter. Students‘ emotional skills impact how they approach their education and it is important to listen to their needs, strengthen connection and show empathy in practice so that students feel they belong in their school environment. It is important for the school to develop a targeted strategy for social and emotional learning for students to increase continuity in that learning so that they can successfully deal with all the challenges that life presents.
    The study highlights the importance of building a positive culture in the school with the guiding principle that everyone feels good and can flourish in their own way. The future is at stake.

Samþykkt: 
  • 16.5.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50184


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helena Rós Einarsdóttir-meistararitgerð.pdf1,1 MBLokaður til...15.05.2075HeildartextiPDF
Helena Rós Einarsdóttir-Skemman_yfirlysing.pdf262,99 kBLokaðurYfirlýsingPDF