is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5019

Titill: 
 • Doktor Schierbeck og Íslendingarnir
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Aðalstrætisgarðinn mætti miklu frekar kalla tilraunarstöð, þar sem Schierbeck viðaði að sér miklu magni af fræjum og sprotum, frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Frakklandi og víðar að og gerði tilraunir með ræktun þeirra, við þær aðstæður sem Ísland og Kvosin buðu uppá.
  Alls prófaði hann 110 tegundir trjáa og runna, 38 tegundir matjurta, 241 tegund blóma eða blómstrandi jurta og 7 tegundir korns og annarra nytjajurta og þó svo stór hluti þessara plantna hafi ekki náð að vaxa og dafna í þessu umhverfi, var það einmitt tilgangur tilraunanna að sjá hvaða plöntur hentuðu Íslandi. Svo umfangsmikil var þessi starfsemi hans að sá grunur vaknar að hún hafi verið ein ástæða þess að Schierbeck sóttist eftir embætti hér á landi, þ.e.a.s. það veitti honum tækifæri til að stunda rannsóknir og tilraunir á sviði garðyrkju í landi sem hafði fram að því verið þekkt fyrir allt annað en gróskumikla flóru.
  Frekari niðurstöður birti hann í annarri skýrslu árið 1890 og var þá búinn að fjarlægja kjarnan frá hisminu og getur fjallað um aðra þætti garðyrkjunnar en einvörðungu þá sem snertu jurtir sem þrifust á Íslandi. „þessar hinar síðari tilraunir mínar ná hvergi nærri til svo margra jurtategunda sem hinar fyrri, en þær hafa sjerstaklega stefnt að því, að láta þær jurtirnar ná sem mestum þroska, sem virðast geta orðið að nokkru gagni hjer á landi...“
  Þessi síðari skýrsla var að sjálfsögðu öllu styttri en hin fyrri og í henni lagði Schierbeck megináherslu á matjurtir, enda var það sú tegund garðyrkju er hentaði Íslendingum best. Auk rótarávaxta, lauka o.þ.h. hafði hann einnig gert tilraunir með „exótískari” tegundir.
  1887 og 1888 tókst mjer dálitlu betur en áður að rækta agúrkur. Jeg fjekk 5 smáar salat-agúrkur í glugga einum. Ef jeg hefði haft ráð og rúm til að rækta þær í 5 eða 6 heitum samanhangandi gluggum, hefði jeg vafalaust komizt lengra áleiðis með ræktun þeirra.
  Ein var sú matjurt sem Schierbeck átti heiðurinn af því kynna fyrir Íslendingum, og náði fljótt mikilli hylli, en það var rabbabarinn.
  Rhabarba rækta jeg mjög mikið af, og er hún orðin talsvert víða hjer á landi. Síðustu 5 árin hef jeg sent nær 1000 plöntur víðs vegar um landið. Leggirnir eru hjer mest notaðir til að gjöra úr þeim grauta. Nokkuð af vökvanum er soðið niður til geymslu, og sumir hafa tekið það fyrir, að búa til vín úr honum. Jeg hef reynt það nokkrum sinnum og tekizt vel. Þetta árið hef jeg búið til 120 potta eptir fyrirsögn próf. Schübelers.

Samþykkt: 
 • 7.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5019


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Schierbeck - Ritgerð.pdf475.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna