is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/502

Titill: 
  • Hegðun gengis hlutabréfa dagana fyrir og eftir aðalfundi félaga í Kauphöll Íslands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lykilhugtök: Aðalfundur, skilvirkni, hlutabréfamarkaður, hluthafi, fylgni, gengi.
    Á undanförnum árum hefur verslun og viðskipti með íslensk hlutabréf farið stigvaxandi á Íslandi. Samhliða því hafa aðilar markaðarins reynt að kortleggja hegðun hans svo hægt verði að tímasetja kaup og sölu hlutabréfa með sem minnstri áhættu. Í því skyni eru ýmis greiningartæki nýtt svo ákvarðanataka í viðskiptum verði sem auðveldust.
    Í rannsókninni er stuðst við fimm ára tímabil á íslenskum hlutabréfamarkaði. Lagt var upp með það að markmiði að kanna hvort hægt sé yfir höfuð að leggja mat á hegðun gengis bréfa dagana fyrir og eftir aðalfundi félaga. Til þessa voru notuð tvenns konar greiningartæki, annars vegar aðhvarfsgreining og hins vegar Kruskal-Wallis. Með þeim var leitast við að meta hugsanleg tengsl milli daga og gengisbreytinga og þess hvort samband sé á milli greina markaðarins. Niðurstöður rannsókanna bentu eindregið til þess að meðalbreyting gengis allra félaganna nokkrum dögum fyrir aðalfundi sé nokkuð hærri en eftir aðalfundi og er munurinn þó nokkur þar á milli. Fylgni er jákvæð sem gefur vísbendingu um að stefna breytinganna sé stígandi jafnt og þétt fram að aðalfundi en eftir þá lækkar meðalbreytingin sem gerir kaup á hlutabréfum hagstæðari eftir aðalfund. Fram kemur að marktækt samband er á milli breytinganna og daganna fyrir aðalfundi félaganna. Þá benda niðurstöður einnig til þess að með tölfræðilegri greiningu sé hægt að kortleggja hegðun hlutabréfa og samkvæmt gögnum eru meiri líkur á því að hagnast á sölu bréfa fyrir aðalfund. Nokkuð marktækar vísbendingar fengust um hegðun gengis fyrir aðalfund félaga í greinum verslunar og þjónustu sem bendir til þess að með greiningu sé tölfræðilega hægt að spá fyrir um hegðun þessa hóps dagana fyrir og eftir aðalfundi hans.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/502


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hegdunhlbr.pdf409.11 kBTakmarkaðurHegðun gengis hlutabréfa dagana fyrir og eftir aðalfundi félaga í Kauphöll Íslands - heildPDF
hegdunhlbr-e.pdf139.72 kBOpinnHegðun gengis hlutabréfa dagana fyrir og eftir aðalfundi félaga í Kauphöll Íslands - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
hegdunhlbr-h.pdf140.75 kBOpinnHegðun gengis hlutabréfa dagana fyrir og eftir aðalfundi félaga í Kauphöll Íslands - heimildaskráPDFSkoða/Opna
hegdunhlbr-u.pdf138.46 kBOpinnHegðun gengis hlutabréfa dagana fyrir og eftir aðalfundi félaga í Kauphöll Íslands - údrátturPDFSkoða/Opna