Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50216
Vöntun er á próffræðilega traustum matstækjum til að meta félags- og tilfinningahæfni barna og ungmenna. Síðastliðin ár hafa rannsóknir í auknum mæli beinst að þessu viðfangsefni og sýnt fram á tengsl félags- og tilfinningahæfni við námsárangur, geðheilsu, og áhættuhegðun hjá börnum og ungmennum. Markmið rannsóknarinnar var að forprófa nýjan foreldramatskvarða sem ætlaður er til að meta félags- og tilfinningahæfni barna og ungmenna 6 til 15 ára. Þátttakendur voru 625 foreldrar barna og ungmenna í grunnskólum á Íslandi. Atriðagreining var gerð á listanum og þáttabygging borin saman milli tveggja aldurshópa; 6-12 ára og 13-15 ára. Niðurstöður leitandi þáttagreiningar gáfu nokkuð skýra sjö þátta lausn í báðum aldurshópum en munur var á þáttunum eftir aldri. Hjá yngri aldurshópnum (n=374) voru þrír þáttanna sérstaklega skýrir og auðtúlkanlegir. Félagsskilningur, Reglufylgni og Umhyggja og samkennd. Hjá eldri aldurshópnum (n=251) voru tveir þáttanna sérstaklega skýrir: Reglufylgni og Umhyggja og samkennd. Þátturinn Félagsskilningur var aftur á móti ekki eins skýr í þessum aldurshópi en atriði sem raðast á þáttinn hlóðu einnig á aðra þætti hjá eldri aldurshópnum. Niðurstöður benda til að matstækið nái vel yfir ákveðnar hugsmíðar en þörf er á að vinna það frekar, fækka atriðum og leggja það fyrir aftur.
There is a need for reliable rating scales to assess social and emotional competence of children and youth. In recent years, there has been an increased focus on research in this field. Research have highlighted the association between social and emotional competence and academic achievement, mental health and risk behavior in children and youth. The aim of this study was to pilot test a new parent-reported scale to assess the social competence and behavior of children and youth 6-15 years. Participants were 625 parents of children and youth attending elementary schools in Iceland. Item analysis was conducted to compare constructs between two age groups; 6-12 and 13-15 years. The results of exploratory factor analysis showed seven factors, where some of the factors were similar between the two age groups. In the younger age group (n=374) three of the factors were particularly clear and interpretable: Social understanding, Rule-based behavior and Empathy and care. In the older age group two of the factors were particularly clear: Rule-based behavior and Empathy and care. However, the social awareness factor was not as clear in the older age group. Several items belonging to this factor also had loadings on other factors in this age group. The findings suggest that the instrument captures key constructs well. There is further need for development of this instrument, reduce the number of items and re-administer it in a new sample.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kristín Erna - Félagshæfni og hegðun.pdf | 795,5 kB | Lokaður til...14.06.2027 | Heildartexti | ||
Beiðni.pdf | 796,23 kB | Lokaður | Yfirlýsing |