is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5024

Titill: 
  • Fermingarfræðsla. Lífsgildi eða leikreglur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin hefst á yfirferð yfir sögu fermingar evangelísk-Lúthersku kirkjunnar. Litið er stuttlega til kenninga Lúthers og siðbótarmanna um ferminguna og þaðan farið yfir í sögu kristilegrar fermingar hér á landi. Einnig er saga húmanista á Vesturlöndum skoðuð og rakin tildrög þess að stofnað var til borgaralegrar fermingar hér á landi sem leiddi til stofnunar fyrsta húmanistafélags á Íslandi. Þá er vikið að fermingarstörfunum sjálfum og markmiðslýsingar fermingarstarfanna skoðuð hjá bæði kirkjunni og Siðmennt. Einnig er skoðað hvernig þessi markmið eru í framkvæmd, þegar litið er til siðfræðikennslu hvors hóps fyrir sig. Með hjálp heimspekinnar er bent á þau ólíku gildi sem höfð eru að leiðarljósi hjá hvorum hóp fyrir sig. Dregið er fram hvaða áhrif hvort starf fyrir sig á að hafa á ungmennin. Hjá kirkjunni er lögð áhersla á kennslu í kristnum fræðum og boðun í anda vakningar og virkjunar sem eiga að leiða til þátttöku í starfi kirkjunnar. Hjá Siðmennt er lögð áhersla á að ungmennin temji sér gagnrýna hugsun.
    Í niðurstöðunum er bent á þann mun sem gildin miðla til ungmennanna. Einnig er bent á að þessi ólíku gildi gera það að verkum að námskeiðin eru að fást við afar ólíkar áherslur þar sem borgaraleg ferming er nokkurskonar manndómsvígsla með áherslu á borgaralegar skyldur en kirkjuleg ferming er trúarlegt nám sem miðlar trúarlegum gildum. Sú hefð sem hefur ríkt hér á landi þegar kemur að fermingum fær því enn að vera stór þáttur í lífi ungmenna með tilkomu þess vals sem borgaraleg ferming hefur fært okkur.

Samþykkt: 
  • 7.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5024


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fermingarfræðsla; Lífsgildi eða leikreglur.pdf619.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna