Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50240
Creativity, particularly divergent thinking, is a driving force of society, playing a vital role in innovation and novel problem solving across diverse fields, from science to the arts. While much research has examined the cognitive processes underlying creativity, less is known about how ADHD traits, such as hyperfocus, may contribute to creative potential. This thesis investigates the relationship between ADHD and divergent thinking, analyzing data from over 10,000 participants who completed an Icelandic version of the Divergent Association Task (DAT) and answered a questionnaire on creativity and ADHD traits. The results indicate that an ADHD diagnosis positively influences divergent thinking, with increased hyperfocus tendencies showing an even stronger association. These findings suggest that aspects of ADHD, particularly the ability to sustain deep focus on personally engaging tasks, may enhance creative cognition. By reframing ADHD in the context of creativity, this study contributes to a broader understanding of neurodivergence, emphasizing its potential benefits rather than solely its challenges.
Sköpunargáfa, sér í lagi margbreytileg hugsun, er drifkraftur í samfélaginu og gegnir mikilvægu hlutverki í nýsköpun og nýstárlegum lausnum vandamála á ólíkum sviðum, allt frá vísindum til listar. Þó að fjöldi rannsókna hafi kannað þá hugrænu ferla sem liggja að baki sköpunargáfu er minna vitað um hvernig eiginleikar tengdir ADHD, til að mynda ofureinbeiting (e. hyperfocus), geta stuðlað að sköpunargáfu. Þessi ritgerð rannsakar tengsl ADHD og margbreytilegrar hugsunar. Greind voru gögn frá rúmlega 10.000 þátttakendum sem tóku íslenska útgáfu af Divergent Association Task (DAT) og svöruðu spurningalista um sköpunargáfu og ADHD-einkenni. Niðurstöðurnar benda til þess að ADHD-greining hafi jákvæð áhrif á margbreytilega hugsun og enn sterkari tengsl fundust við ofureinbeitingu. Þessar niðurstöður benda til þess að einhverjir þættir ADHD, þá sérstaklega hæfileikinn til að viðhalda djúpri einbeitingu við grípandi verkefni, geti aukið skapandi hugsun. Með því að setja ADHD í samhengi við sköpunargáfu stuðlar þessi rannsókn að víðtækari skilningi á skynseginleika (e. neurodivergence) og leggur áherslu á hugsanlegan ávinning hans frekar en að einblína á neikvæðu hliðarnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS_ritgerð.pdf | 1,55 MB | Lokaður til...01.05.2026 | Heildartexti | ||
yfirlysing.pdf | 279,5 kB | Lokaður | Yfirlýsing |