Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50246
Inngangur: Meiðsli í öxl eru algeng meðal íþróttamanna sem stunda kast- og sveifluíþróttir (KS) þar sem axlarliðurinn verður gjarnan fyrir miklu álagi í ystu stöðu hreyfiferilsins. Athletic Shoulder (ASH) prófið er nýlegt mælitæki sem var hannað til að líkja eftir því axlarálagi sem KS íþróttamenn verða fyrir. Western Ontario Shoulder Instability Index (WOSI) er sjálfsmatskvarði sem metur verki og skerðingu á virkni vegna óstöðugleika í öxl.
Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort tengsl væru á milli niðurstaðna úr ASH prófinu og niðurstaðna WOSI spurningalistans hjá leikmönnum í handbolta, blaki og badmintoni á Íslandi.
Aðferðir: Rannsóknin var megindleg þversniðsrannsókn (n = 70). Hámarkskraftmyndun og hraði kraftmyndunar í öxl voru mæld með ASH prófinu. Þátttakendum var skipt í hópa út frá núverandi axlareinkennum og svöruðu báðir hóparnir WOSI spurningalistanum. Gögn voru greind með Spearman‘s Rho fylgnistuðli og Mann-Whitney U tölfræðiprófinu.
Niðurstöður: Marktæk neikvæð fylgni var á milli hámarkskrafts í öllum stöðum ASH prófsins og heildarútkomu á WOSI spurningalistanum hjá þátttakendum með núverandi einkenni í öxl, sérstaklega í T og Y stöðum (T – rs = -0,42, p < 0,001; Y – rs = -0,36, p < 0,001). Marktækur munur fannst einnig á WOSI niðurstöðum milli einkennalausra og þeirra sem voru með núverandi einkenni (p = 0,003 - < 0,001).
Ályktun: Niðurstöðurnar gefa til kynna að ASH prófið geti verið gagnlegt matstæki til að meta skerðingar í öxl vegna óstöðugleikaeinkenna hjá KS íþróttamönnum. Sömuleiðis getur það nýst þegar meta þarf hvort KS íþróttamenn geti snúið aftur til æfinga og keppni eftir meiðsli á öxl.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Meistaraverkefni - lokaskil.pdf | 897,59 kB | Lokaður til...03.05.2027 | Heildartexti | ||
| yfirlýsing.pdf | 197,71 kB | Lokaður | Yfirlýsing |