Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50279
Markmið þessarar rannsóknar er að greina og meta græna eldsneytiskosti sem framleiddir eru á Íslandi og gætu leyst jarðefnaeldsneyti af hólmi við malbiksframleiðslu hjá Colas í Hafnarfirði. Lögð var áhersla á þær eldsneytistegundir sem nýst geta í brennara sem er til skoðunar hjá fyrirtækinu, og notaður er við þurrkun og hitun steinefna. Til skoðunar voru því; lífdísill, vetni, metan, viðarperlur og metanól. Við mat á þessum valkostum var litið til framboðs, kostnaðar, kolefnisígilda við bruna, afhendingaröryggis og innviðaskilyrða. Til að bera saman þessa þætti var notast við AHP aðferðarfræðina og byggðist greiningin á raungögnum frá Colas til að tryggja sem nákvæmasta niðurstöðu. Niðurstöður benda til þess að viðarperlur séu hagkvæmur kostur út frá rekstrarlegu sjónarhorni, þó að óvissa ríki um nauðsynlega innviðauppbyggingu. Lífdísill og metanól koma einnig sterklega til greina þar sem þau krefjast lítilla breytinga á núverandi innviðum Colas en eru dýrari í innkaupum en viðarperlur. Niðurstöður AHP greiningarinnar, ásamt öðrum upplýsingum úr rannsókninni nýtast stjórnendum Colas við að meta fýsileika grænna orkuskipta og styðja við markmið fyrirtækisins um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
The aim of this study is to analyze and evaluate green fuel alternatives produced in Iceland that could replace fossil fuels in asphalt production at Colas in Hafnarfjörður. The focus is on fuels compatible with the burner used for drying and heating aggregates, specifically; biodiesel, hydrogen, methane, wood pellets, and methanol. Each option was assessed in terms of availability, cost, carbon emissions during combustion, delivery reliability, and infrastructure requirements. The Analytic Hierarchy Process (AHP) methodology was used to compare the alternatives and the analysis was based on real operational data from Colas to ensure accurate results. The findings indicate that wood pellets are an economically favorable option although there is considerable uncertainty regarding the infrastructure needed for their use. Biodiesel and methanol also appear to be strong candidates, as they require minimal changes to Colas current infrastructure, but they are more expensive than wood pellets. The results of the AHP analysis, along with other insights gathered during the study, provide valuable support for Colas management in evaluating the feasibility of green energy transitions and in advancing the company's goals to reduce greenhouse gas emissions
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Grænt eldsneyti fyrir iðnað á Íslandi-lokautgafa.pdf | 1,14 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| 20250520154531321.pdf | 438,41 kB | Lokaður | Yfirlýsing |