Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50282
Bakgrunnur og markmið: Þekking á áhrifum útiveru og líkamlegrar virkni á heilsu er að aukast ásamt áhuga á fræðasviðinu. Aukning hefur verið á lífstílstengdum sjúkdómum í heiminum og meðalaldur þjóðarinnar hækkar. Þar af leiðir er þörf á fjölbreyttum, ódýrum og heildrænum leiðum til að takast á við aukningu á lífstílstengdum sjúkdómum og áskorunum á þessu sviði. Markmið þessarar yfirlitssamantektar voru að taka saman og kortleggja þá þekkingu sem til er um hinar ýmsu víddir útivistar og áhrif hennar á heilsu eldra fólks og að búa til hugmynd af æfingaplani fyrir eldri einstakling á útiæfingasvæði.
Aðferðafræði: Yfirlitssamantektin var gerð á rannsóknum gefnar út á árunum 2009-2025. Leitað var í gagnagrunnunum Pubmed og Web of Science. Notast var við PRISMA-Scr gátlistann við framkvæmd. Inntökuskilyrði var að þetta sé hreyfing utandyra og hafi áhrif á heilsu einstaklinga 67 ára og eldri. Einnig voru valin tvö útiæfingasvæði og æfingabúnaði lýst á hvoru fyrir sig.
Niðurstöður: Við gagnaleit komu upp 579 greinar og eftir yfirferð uppfylltu 27 greinar inntökuskilyrðin. Niðurstöður sýndu breytileika í mælitækjum og aðferðum til að meta árangur útivistar á heilsu aldraðra. Algengasta form útivistar er ganga í náttúrulegu umhverfi og helstu niðurstöður benda til þess að útivist, sér í lagi ganga í náttúrulegu umhverfi, hafi almennt jákvæð áhrif á andlega heilsu, vellíðan og félagslega tengslamyndun meðal eldri einstaklinga. Tekin var dæmisaga um heilbrigðan aldraðan einstakling og hvernig hann nýtir sér útiæfingasvæði sér til heilsubótar.
Ályktanir: Samantektin sýnir hvernig sjúkraþjálfarar geta nýtt sér útiæfingasvæði sem meðferðarúrræði fyrir aldraða einstaklinga. Þörf er á frekari rannsóknum um viðfangsefnið og rannsaka aðrar tegundir útivistar en göngu, skoða menningu sjúkraþjálfara og hvatningar og hömlur bæði sjúkraþjálfara og aldraða til að nýta sér útivist og útiæfingasvæði sem meðferðarúrræði.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni.pdf | 1,27 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2024_Skemman_yfirlysing3__1_.pdf | 256,4 kB | Lokaður | Yfirlýsing |