Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50303
Í þessari rannsókn var unnið að því að auka færni í persónulegu hreinlæti tveggja einstaklinga með þroskafrávik, búsettum á íbúðakjarna, með Beanfee hvatningarkerfi og myndbandssýnikennslu byggða á verkgreiningu. Í þeim tilfellum sem ekki þurfti að kenna færnina, var myndbandssýnikennsla ekki notuð. Markhegðun var valin í samráði við starfsfólk, aðstandendur og þátttakendur sjálfa, eftir atvikum. Unnið var með tannburstun og handþvott hjá báðum þátttakendum. Hjá þátttakanda 1 var jafnframt unnið með þá hegðun að skipta um bol og hjá þátttakanda 2 að bera exemkrem í andlit. Margfalt grunnskeiðssnið yfir hegðun var notað til að meta áhrif íhlutunar. Íhlutun bar árangur hjá þátttakanda 1 í allri markhegðun, þátttakandi náði 100% færni í handþvotti, hann framkvæmdi allt að 96,15% skrefa í tannburstun rétt og skipti um bol í nær öllum mælingum á íhlutunarskeiði. Íhlutun bar einnig árangur hjá þátttakanda 2 í allri markhegðun, hann náði 100% færni í tannburstun, framkvæmdi öll skref í handþvotti og náði 100% færni í þeirri hegðun að bera exemkrem í andlit. Niðurstöður benda til þess að Beanfee hafi verið gagnlegt í vinnu með fullorðnum einstaklingum með þroskafrávik í að auka færni þeirra í persónulegu hreinlæti. Fyrri rannsóknir hafa eingöngu snúið að börnum og unglingum, ekki hefur verið gerð rannsókn þar sem Beanfee var notað til þess að kenna færni út frá verkgreiningu. Niðurstöður sýndu fram á jákvæð áhrif þjálfunar með Beanfee á persónulegt hreinlæti fullorðinna einstaklinga með þroskafrávik.
Efnisorð: hagnýt atferlisgreining, myndbandssýnikennsla, leikjavæðing, Beanfee, táknstyrkjakerfi, persónulegt hreinlæti, verkgreining
This study examined the effects of training using the Beanfee token economy software and video modeling based on task analysis on the personal hygiene of adults with developmental disabilities who resided in supported housing. In cases where the skills did not need to be taught, video modeling was not utilized. Target behaviors were selected in consultation with staff in the home, family members, and the participants themselves. Target behavior for participant 1 was brushing teeth, washing hands and changing a t-shirt. Target behavior for participant 2 was brushing teeth, washing hands and applying eczema face cream. Multiple baseline across behaviors was used to assess the effects of the intervention. The intervention was successful for participant 1 across all target behaviors: the participant demonstrated 100% of the steps in handwashing, performed up to 96,15% of the steps of toothbrushing correctly, and changed his t-shirt in nearly all intervention sessions. The intervention was also successful across all target behaviors for participant 2, who demonstrated 100% of the steps of toothbrushing, 100% of the steps in handwashing, and performed 100% of the steps of applying eczema face cream correctly. The findings suggest that Beanfee was beneficial with adults with developmental disabilities in increasing their personal hygiene. Previous research has focused exclusively on children and adolescents, and no prior studies have employed Beanfee exclusively for skill acquisition built on task analysis. The results demonstrated a positive impact of Beanfee-based training on the personal hygiene of adults with developmental disabilities.
Key words: applied behavior analysis, video modeling, gamification, Beanfee, token economy, personal hygiene, task analysis
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
16.5.25. Áhrif þjálfunar með Beanfee á persónulegt hreinlæti fullorðinna einstaklinga með þroskafrávik.pdf | 792,77 kB | Lokaður til...21.05.2030 | Heildartexti | ||
Yfirlysing_LiljaKristinsdottir_20250521_0001.pdf | 465,61 kB | Lokaður | Yfirlýsing |