en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/5031

Title: 
  • Title is in Icelandic Raddaður framburður. Um röddun í máli unglinga og fullorðinna í Eyjafjarðarsveit og á Akureyri árið 2010
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð verður fjallað um staðbundna framburðarmállýsku sem nefnist raddaður framburður. Hugtakið mállýska verður skilgreint út fá umfjöllunarefni ritgerðarinnar og sagt hvar raddaðan framburð er að finna. Greint verður frá tveimur rannsóknum sem gerðar voru á árum áður á rödduðum framburði, niðurstöður þeirra dregnar saman og sýndar á myndrænan hátt. Þetta eru rannsókn Björns Guðfinnssonar á árunum 1941-1946 og RÍN, rannsókn Höskuldar Þráinssonar og Kristjáns Árnasonar upp úr 1980. Meginatriði ritgerðarinnar er þó athugun sem gerð var af höfundi í upphafi árs 2010 á rödduðum framburði hjá unglingum og fullorðnum í Eyjafjarðarsveit og á Akureyri. Vegna flókinna reglna um samhljóðaklasann –lt í rödduðum framburði verður skýrt hvað veldur því að –l er borið fram raddað á undan –t í þeim orðum sem komu fram í athugun 2010. Niðurstöður rannsóknarinnar verða síðan bornar saman við fyrri rannsóknir en með því má sjá afdrif raddaðs framburðar, hvernig honum hefur reitt af og hver staða hans er nú.
    Samkvæmt fyrri rannsóknum er ljóst að raddaður framburður er á undanhaldi gagnvart þeim óraddaða. Í athugun 2010 kemur sama þróun í ljós. Rætt var við tíu nemendur úr 10. bekk í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit og tíu nemendur úr 10. bekk í Oddeyrarskóla á Akureyri. Ekki var mikið um röddun í máli þeirra. Hins vegar var meira um röddun í máli fullorðnu málhafanna á miðjum aldri í Eyjafjarðarsveit. Samkvæmt niðurstöðum RÍN skiptir aldur málhafa miklu máli í rödduðum framburði, því eldri sem málhafarnir eru því meira er um röddun. Búseta hefur líka sitt að segja. Í athugun 2010 er meira um röddun í Eyjafjarðarsveit en á Akureyri, það sama má segja um fyrri rannsóknir. Röddunin er misjöfn eftir hljóðaklösum en samkvæmt RÍN og athugun 2010 er röddunin mest á samhljóðaklasanum –ðk í orðum eins og maðkur, næst á –m,n+p,t,k í orðum eins og heimta og banki, svo á -l+k,p í orðum eins og stelpa og stúlka og minnst á -lt í orðum eins og bolti og hálft. Af þessu má draga þá ályktun að þrír þættir virðast skipta meginmáli í niðurstöðunum, það er aldur málhafa, hljóðaklasar og búseta.

Accepted: 
  • May 8, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5031


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA ritgerð.pdf812.21 kBLockedHeildartextiPDF