Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5032
Ritgerð þessi fjallar um kenningu um ríkisvald, greiningu Íslandssögu í ljósi hennar, og það sem sú greining getur sagt okkur um íslenskt stjórnmálaumhverfi í upphafi 20.~aldar. Byggt er á útvíkkun á greiningarlíkani Karls Marx, þar sem stuðst er við fjóra meginflokka í stað þriggja. Út frá þessu líkani er síðan leitast við að skýra á almennan hátt, með hliðsjón af fyrri rannsóknum á sviðinu, hvernig þróun ríkisvalds hefur gengið fyrir sig í Evrópu. Í kjölfarið er greiningarlíkaninu beitt á tvo kafla úr sögu Íslands, annars vegar tilkomu ríkisvalds yfir Íslandi á Sturlungaöld og hinsvegar tilkomu innlends framkvæmdavalds í kjölfar valtýskunnar um aldamót 19. og 20. alda. Að endingu er fjallað stuttlega um möguleg áhrif anarkista á Íslandi í upphafi 20. aldar, ásamt hugsanlegum skýringum á því hvers vegna lítið var um þau og að lítið hefur verið fjallað um þau.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
riki-prentad.pdf | 280.8 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |