Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50321
Does the addition of dry needling to conventional physiotherapy improve treatment effectiveness compared to conventional physiotherapy alone? - A summary of systematic reviews
Tilgangur: Markmið þessarar samantektar á kerfisbundnum yfirlitum var að kanna árangur þess að sameina þurrar nálastungur (e. dry needling (DN)) við hefðbundna sjúkraþjálfun. Rannsóknarspurningin er: „Bætir viðbót þurrar nálastungu við hefðbundna sjúkraþjálfun árangur meðferðar samanborið við hefðbundna sjúkraþjálfun eingöngu?“ Önnur spurning sem einnig verður skoðuð er: „Hver eru gæði rannsókna á bak við þurrar nálastungur?“
Aðferðir: Í rannsókninni voru niðurstöður úr átta kerfisbundnum yfirlitsgreinum teknar saman, sem náðu yfir 76 slembiraðaðar samanburðarrannsóknir (RCTs). Leitarvélar sem notaðar voru í þessari samantekt eru „PubMed“, „Web of Science“ og „Pedro“. Lykilorðin voru „dry needling“ í titli og einnig „physical therapy“ eða „physiotherapy“ í titli eða útdrætti. Aðeins kerfisbundnar yfirlitsgreinar sem birtust síðustu tíu ár voru teknar til greina.
Niðurstöður: Helstu niðurstöður voru að DN ásamt sjúkraþjálfun hefðu jákvæð áhrif á verkjastillingu, ásamt bættri færni og minnkun í fötlun í ýmsum stoðkerfisvandamálum eins og háls,- axlar- og hnéverkjum. Niðurstöðurnar sýndu að DN ásamt sjúkraþjálfun hafði skammtímaáhrif á verkjaminnkun og bætta færni og minnkun í fötlun samanborið við sjúkraþjálfun eingöngu eða aðrar meðferðir. Þessi áhrif voru sérstaklega áberandi fyrir ástand eins og hnéskeljaverki (e. patellofemoral verki) og langvinna hálsverki. Hins vegar voru takmarkaðar sannanir fyrir langtímaáhrifum sem bendir til þess að frekari rannsóknir séu nauðsynlegar. Gæði sönnunargagna voru breytileg milli rannsókna þar sem flestar yfirlitsgreinar voru metnar með lág gæði vegna aðferðafræðilegra takmarkana og mikils breytileika milli rannsókna.
Ályktanir: Þrátt fyrir þessar takmarkanir benda niðurstöður til þess að DN geti verið gagnleg viðbót við hefðbundna sjúkraþjálfun. DN í bland við hefðbundna sjúkraþjálfun getur virkað sem verkfæri í verkfærakistu sjúkraþjálfara til að bæta árangur sjúklinga, sérstaklega til skamms tíma litið. Framtíðarrannsóknir ættu að einblína á stöðlun DN-aðferða, kanna langtímaáhrif og fylla í eyður í aðferðafræðinni til að veita skýrari niðurstöður.
Purpose: This overview of systematic reviews aimed to investigate the effectiveness of combining dry needling (DN) with conventional physical therapy. The research question is "Does the addition of dry needling to conventional physiotherapy improve treatment effectiveness compared to conventional physiotherapy alone?" Another question that will also be addressed is "What is the quality of research behind dry needling?"
Methods: The search engines used in this summary were “Pubmed“, “Web of Science“and “Pedro“. The key words are “dry needling” in the title and also “physical therapy” or “physiotherapy“ in the title or abstract. Only systematic reviews published in the last ten years are considered for this summary. The study synthesized findings from eight systematic reviews, encompassing 76 randomized controlled trials (RCTs).
Results: Key outcomes included pain reduction, functional improvement, and disability management in various musculoskeletal conditions such as neck pain, knee pain, and subacromial syndrome. The results indicated that DN combined with physical therapy demonstrated short-term benefits in reducing pain and improving function compared to physical therapy alone or other interventions. These effects were particularly pronounced for conditions like patellofemoral pain syndrome and chronic neck pain. However, evidence for long-term benefits was limited, suggesting the need for further research. The quality of evidence varied across studies, with most reviews rated as low quality due to methodological limitations and high heterogeneity among included trials.
Conclusion: Despite these limitations, the findings highlight the potential of DN as an adjunctive therapy for musculoskeletal conditions. Incorporating DN into physical therapy practice may offer clinicians an additional tool for enhancing patient outcomes, particularly in the short term. Future research should focus on standardizing DN protocols, exploring long-term effects, and addressing gaps in methodological rigor to provide more definitive conclusions.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Lokaverkefni_OAS.pdf | 1,22 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| Yfirlýsing_Skemman_OAS.PDF | 3,29 MB | Lokaður | Yfirlýsing |