Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50334
Í þessari rannsókn voru metin áhrif Beanfee hugbúnaðarins á mætingu og skólafærni nemenda í sértæku skólaúrræði á höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendur voru stúlka og drengur á aldrinum 13-14 ára sem tilnefndir voru vegna slæmrar mætingar og erfiðleika við að tileinka sér hegðun sem fellur undir almenna skólafærni. Einstaklingsmiðað hvatningarkerfi var útbúið innan Beanfee hugbúnaðarins fyrir hvern þátttakanda í sámráði við forráðamenn þeirra og umsjónarkennara. Hegðunarmarkmið innan hugbúnaðarins voru valin í samráði við umsjónarkennara og umbun og afreksmerki í samráði við þátttakendur, forráðamenn og umsjónarkennara. Þátttakendur gátu unnið sér inn tiltekinn fjölda táknstyrkja í formi ,,bauna“ fyrir að ná hegðunarmarkmiðum sínum. Hver þátttakandi var með eitt til þrjú hegðunarmarkmið. Fyrri þátttakandi var með markmiðin: Að mæta á réttum tíma, vera á sínu svæði og ganga frá borði eftir daginn. Seinni þátttakandi var með markmiðið: Að mæta á réttum tíma. Forráðamenn gátu fylgst með hegðunarmarkmiðum þátttakanda í gegnum Beanfee, þ.e. hvort, hversu oft og hvenær þeir náðu markmiðum sínum. Áhrif íhlutunar voru metin út frá þrenns konar markhegðun. Hjá fyrri þátttakanda var eftirfarandi markhegðun mæld: Sein mæting, fjöldi hluta á borði og viðvera utan svæðis. Hjá seinni þátttakanda var eftirfarandi markhegðun mæld: Sein mæting, töf við að fylgja fyrirmælum og viðvera utan svæðis. Umsjónarkennarar þátttakenda, rannsakandi og þjálfaður matsmaður sáu um mælingar á allri markhegðun. Notað var margfalt grunnskeiðssnið yfir hegðun til að meta áhrif íhlutunar á mætingu og skólafærni þátttakenda. Niðurstöður sýndu jákvæð áhrif á mætingu og skólafærni þátttakenda. Sein mæting lækkaði að meðaltali um 74,4% hjá báðum þátttakendum. Viðvera utan svæðis lækkaði um 81% og fjöldi hluta á borði um 98,2% sem var sú hegðun sem mæld var hjá fyrsta þátttakandanum. Íhlutun fyrir töf við að fylgja fyrirmælum og viðveru utan svæðis var ekki innleidd hjá seinni þátttakanda vegna niðurstöðu grunnskeiðsmælinga. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að hvatningarkerfi með Beanfee hugbúnaðinum geti haft jákvæð áhrif á mætingu og skólafærni nemenda í sértæku skólaúrræði.
This study evaluated the effect of individualized token reinforcement systems conducted through the Beanfee software on students attendance and school-related skills. Participants were one female and one male student, aged 13-14. They were in a specialized educational setting in the capital region of Iceland due to persistent tardiness and difficulties with general school functioning behaviors. Individualized Beanfee programs were designed for each participant in collaboration with their guardians and teachers. Behavioral goals were determined in consultation with the teachers, while rewards and achievement badges were selected jointly with the participants, their guardians and teachers. Students earned digital tokens, referred to as ,,beans“ for meeting their behavioral goals. Each participant worked toward one to three personalized goals. For the first participant, the goals included arriving on time, clearing their desk at the end of the day and staying within a designated area. For the second participant, the goal was arriving on time. Guardians had access to real-time data on whether, how often and when their child met their goals within the Beanfee system. The interventions effectiveness was assessed on three target behaviors for each participant. For the first participant, these included tardiness, number of items left on the desk, and time spent outside the designated area. For the second participant, these included tardiness, latency in following instructions, and presence outside the designated area. Behavioral data were collected by teachers, the researcher, and a trained evaluator. A multiple baseline design across behaviors was used to evaluate the effects of the intervention with each participant. Findings indicated positive outcomes, with improvements in both attendance and school functioning behaviors. Tardiness decreased by an average of 74,4% for both participants. The first participant also showed an average reduction of 98,2% in number of items left on the desk, and 80% in presence outside a designated area. The intervention targeting time to comply with instructions and presence outside a designated area was not implemented for the second participant due to the results of baseline measurements. The results of the study suggest that an individualized token reinforcement system implemented through the Beanfee software can positively influence attendance and school engagement in specialized educational settings.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS_verkefni_Hanna_Tara_Palmadottir.pdf | 1,53 MB | Lokaður til...14.06.2030 | Heildartexti | ||
2024_Skemman_yfirlysing3__1_.pdf | 247,07 kB | Lokaður | Yfirlýsing |