Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50372
Símanotkun nemenda í kennslustundum hefur verið áberandi í umræðunni síðustu árin og hefur mikið verið rætt um að banna síma í skólum. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á símabönnum sýna fram á að símabönn hafi ekki verið að skila eftirsóknarverðum árangri í bættri námsframmistöðu nemenda. Í þessari rannsókn var skoðað hvort hægt væri að fá nemendur til þess að velja að geyma símana í símabanka út kennslustund með því að beita innbyrðis háðum hópstyrkingarskilmála ásamt einstaklingsbundnum styrkingarskilmála. Þátttakendur í rannsókninni voru kennari við framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og tveir nemendahópar hans á fyrsta ári sem voru í lífsleiknikennslustundum hjá honum. Annar hópurinn samanstóð af 23 nemendum en hinn hópurinn samanstóð af 19 nemendum, 42 nemendur í heildina. Margfalt grunnskeiðssnið með innbyggðu ABA sniði var notað til þess að meta áhrif inngripsins. Nemendur sem völdu að taka þátt settu síma sína í símabanka á borði kennarans og var þátttaka þeirra skráð. Kennarinn sá um að telja síma og skrá þátttöku. Út frá niðurstöðum má álykta að inngripið hafi haft áhrif á símanotkun nemenda en meðalþátttaka hjá hópunum tveimur var yfir 90%. Til að styrkja þessa ályktun enn frekar ætti að endurtaka rannsóknina, jafvel með það í huga að reyna að skilgreina betur hver lágmarks umbun þarf að vera til að ná sambærilegan árangur.
Lykilorð: Símanotkun unglinga, framhaldsskóli, innbyrðis háður hópskilmáli, val, jákvæð styking, margfalt grunnskeiðssnið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Einn fyrir alla - allir fyrir einn.pdf | 1,14 MB | Lokaður til...01.06.2030 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing.pdf | 173,69 kB | Lokaður | Yfirlýsing |