Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50381
Geðraskanir eru meðal algengustu heilsufarsvandamála í heiminum og hafa veruleg áhrif á lífsgæði einstaklinga. Hefðbundnar greiningaraðferðir byggja að mestu á huglægu mati, en á síðustu árum hefur athygli beinst að því hvort taugamyndgreining geti veitt hlutlægar vísbendingar um starfsemi heilans sem nýtast við greiningu.
Í þessari ritgerð er fjallað um klínískt notagildi jáeindaskanna og stafrænnar segulómunar við greiningu á alvarlegri þunglyndisröskun og geðklofa. Niðurstöðurnar benda til þess að þessar aðferðir geti varpað ljósi á lífeðlisfræðilegar breytingar sem tengjast sjúkdómum, t.d. vanvirkni í framheilaberki og stækkun heilahólfa. Ritgerðin sýnir að þrátt fyrir að notkun þessarar tækni sé enn takmörkuð í klínísku samhengi, bjóða þær upp á mikið framtíðarvirði sem viðbót við núverandi greiningaraðferðir. Framlag ritgerðarinnar felst í samþættingu rannsókna og mati á raunhæfu notagildi þessara aðferða innan geðlæknisfræðinnar.
Mental disorders are among the most common health challenges worldwide and have a substantial impact on individuals' quality of life. Traditional diagnostic approaches rely heavily on subjective assessment, but in recent years, attention has turned to whether neuroimaging can provide objective indicators of brain function that support diagnosis.
This thesis examines the clinical utility of PET and fMRI in diagnosing major depressive disorder and schizophrenia. The findings suggest that these techniques can reveal physiological abnormalities linked to these disorders, such as prefrontal dysfunction and ventricular enlargement. Although neuroimaging is not yet a routine part of clinical psychiatric diagnostics, the results highlight its considerable potential as a complementary tool. The contribution of this thesis lies in synthesizing recent research and critically evaluating the practical applicability of PET and fMRI within psychiatric care.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lokaskil á bs.pdf | 735,25 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Scan_icaekj_202505230694_001.pdf | 49,37 kB | Lokaður | Yfirlýsing |