is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50383

Titill: 
  • Áhrif sjúkraþjálfunar á göngugetu og færni einstaklinga í hjólastól eftir heilablóðfall
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Heilablóðfall er önnur algengasta dánarorsök í heiminum og árið 2019 fengu um 12,2 milljónir einstaklinga heilablóðfall. Um helmingur þeirra sem eru hjólastólsbundnir við innlögn á spítala eftir heilablóðfall eru áfram hjólastólsbundnir við útskrift. Af þeim sem lifa af og fara í endurhæfingu eru 54% þeirra með varanlega færniskerðingu. Á Íslandi skortir gögn um áhrif sjúkraþjálfunar á hjólastólsbundna einstaklinga eftir heilablóðfall. Því er markmið rannsóknarinnar að skoða áhrif sjúkraþjálfunar á göngugetu og færni þessara einstaklinga og kanna hvort jafnræði sé í mati og eftirfylgni út frá hreyfigetu.
    Aðferð: Þátttakendur voru einstaklingar lagðir inn á Grensás með greininguna heilablóðfall á árunum 2013 - 2023 og voru hjólastólsbundnir við innlögn. Skoðuð voru gögn við innlögn og útskrift um göngugetu, færni, útkomumælingar og fleira.
    Niðurstöður: Af 544 einstaklingum sem lögðust inn á Grensás vegna heilablóðfalls voru 267 (49%) hjólastólsbundnir við innlögn. Við lok endurhæfingar voru 158 (59%) þeirra metnir sem göngufærir. Um helmingur þátttakenda hélt áfram endurhæfingu á dagdeild, þar sem hlutfall göngufærra jókst enn frekar. Framfarir í göngugetu og færni sáust í útkomumælitækjum og algengustu útkomumælingarnar voru 10 metra göngupróf (10MWT), Modified-Motor Assessment Scale (M-MAS), gripstyrksmæling og standa upp og setjast fimm sinnum prófið (5xSTS). Þeir sem höfðu minni hreyfigetu við innlögn voru oftar metnir að minnsta kosti tvisvar. Þeir sem voru göngufærir við lok endurhæfingar voru hins vegar metnir oftar og með fjölbreyttari útkomumælitækjum miðað við þá sem voru áfram hjólastólsbundnir.
    Ályktun: Niðurstöðurnar benda til þess að sjúkraþjálfun og endurhæfing á Grensási hafi jákvæð áhrif á göngugetu og færni hjólastólsbundinna einstaklinga eftir heilablóðfall. Magn og dreifing útkomumælinga virtist tengjast hreyfigetu skjólstæðinga sem vekur spurningar um jafnræði í mati og eftirfylgni. Einnig undirstrika niðurstöðurnar mikilvægi þess að allir hjólastólsbundnir einstaklingar í endurhæfingu eftir heilablóðfall séu metnir reglulega með fjölbreyttum útkomumælingum, óháð hreyfigetu.

Samþykkt: 
  • 26.5.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50383


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif sjúkraþjálfunar á göngugetu og færni einstaklinga í hjólastól eftir heilablóðfall.pdf646,08 kBLokaður til...14.06.2028HeildartextiPDF
2024_Skemman_yfirlysing3__1_pdf.pdf189,82 kBLokaðurYfirlýsingPDF