is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5040

Titill: 
  • Tungumál til sölu. Um setningagerð íslenskra auglýsingaslagorða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um slagorð. Byrjað er á að segja frá einkennum þeirra, tegundum og hlutverkum en þungamiðja ritgerðarinnar er athugun á setningagerð slagorða í íslenskum dagblaðaauglýsingum. Efniviðurinn er slagorð sem safnað var úr auglýsingum í Fréttablaðinu á tímabilinu 23. apríl 2001 til 15. apríl 2010.
    Fyrsti kafli ritgerðarinnar fjallar um skilgreiningu og uppruna slagorða, gerð er grein fyrir skilgreiningu slagorða frá mismunandi sjónarhorni. Síðan er fjallað um einkenni slagorða í öðrum kafla og tegundir slagorða í þriðja kafla. Samkvæmt Kochan eru tegundirnar þrjár: fyrirsagnaslagorð, viðeigandi slagorð og „slógó“. Kamińska-Szmaj hefur aðeins öðruvísi skiptingu og skiptir slagorðum í sjálfstæð og ósjálfstæð. Í fjórða kafla er rætt um hlutverk slagorða. Í fimmta kafla er safnað saman upplýsingum úr þriðja og fjórða kafla og tegundir slagorða tengdar við hlutverk þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar á setningagerð slagorða eru kynntar í sjötta kafla ritgerðarinnar. Sá kafli skiptist í þrjá undirkafla eftir setningagerð slagorða. Í réttri röð eru þeir: skertar setningar er stærsti flokkurinn 55% af slagorðum, einfaldar óskertar setningar sem eru 37,6% af heildinni og lengri óskertar setningar eru aðeins 7,4% slagorða. Þessum flokkum er skipt í undirflokka. Skertum setningum er skipt í þrjá undirflokka: setningar þar sem sagnorðið að vera er liðfellt, setningar þar sem eitthvert annað sagnorð en að vera er liðfellt og ótengdar setningar. Í flokknum einfaldar óskertar setningar er hér gert ráð fyrir sjö undirflokkum: setningar með framsöguhætti í 3. persónu, setningar með boðhætti, setningar með framsöguhætti í 1. persónu, spurningar, setningar með nafni vöru eða fyrirtækis, setningar á forminu ‚X er Y‘ og setningar með frumlag í 2. persónu. Stór hópur af einföldum óskertum setningum er óflokkaður. Lengri óskertar setningar eru skilgreindar í þrjá undirflokka: tengdar aðalsetningar, samsettar setningar og tvær setningar. Lokaorð ritgerðarinnar eru síðan í sjöunda kafla.

Samþykkt: 
  • 10.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5040


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tungumál til sölu um setnigagerð íslenska auglýsingaslagorða.pdf607.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna