is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5041

Titill: 
  • Starfsmannaval og áhrif umsækjenda á þá sem annast ráðningar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvað það er sem ræður vali á starfsmönnum og hvort að tilfinning þeirra sem annast ráðningar og áhrif umsækjenda á þá kunni að hafa áhrif á val þeirra. Í upphafi er gerð grein fyrir í hverju ráðningarferlið felst og hver upphafspunkturinn er þegar ákveðið hefur verið að ráða nýjan starfsmann. Mikilvægi þess að skýr starfslýsing sé til staðar þegar farið er af stað að afla umsækjenda er rakið og hvernig öflun umsækjenda er háttað. Leitast er við að kynna þær aðferðir sem notaðar eru við ráðningar til sögunnar og lögð áhersla á ráðningarviðtöl og uppbyggingu þeirra. Umsækjendur hafa mismunandi bakgrunn og eiginleika og gefst þeim tækifæri á að kynna sig í ráðningarviðtalinu. Hvernig þeim tekst til í þeim hluta ráðningarferlisins ræður oft úrslitum en það kann líka að fara eftir þeim sem tekur viðtalið hvað hann lætur hafa áhrif á sig. Tilfinningin eða upplifun þeirra sem annast ráðningar kann einnig að hafa eitthvað að segja.
    Notast var við eigindlega aðferð í rannsókninni og viðtöl tekin við átta viðmælendur sem allir sáu um ráðningar á sínum vinnustað. Þeir voru spurðir út í þeirra reynslu af ráðningum með það í huga að komast að því hvað það væri sem réði lokaákvörðun þeirra í starfsmannavali. Helstu niðurstöður voru þær að allir viðmælendurnir notuðust við ráðningarviðtöl og öfluðu meðmæla en misjafnt var hversu mikið mark þeir tóku á þeim. Það sem kom skýrt í ljós er að þeir sem annast ráðningar horfa mikið í þann eldmóð og áhuga sem skín í gegn hjá umsækjendum og getur slíkt haft úrslitaáhrif á ákvörðun. Ef fyrstu áhrif umsækjenda eru jákvæð gefur það góðan tón í viðtalið og gerir það að verkum að sá sem tekur viðtalið er jákvæðari í garð umsækjenda. Hins vegar virðist vera að þeir sem koma illa fyrir í fyrstu sé gefið tækifæri og ekki útilokaðir strax. Allir viðmælendur tóku tillit til þess af umsækjendur voru kvíðnir í ráðningarviðtali og létu það ekki hafa áhrif á ákvörðun. Heiðarleiki og einlægni er einnig eitthvað sem hefur jákvæð áhrif á þá sem taka ráðningarviðtöl.

Samþykkt: 
  • 10.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5041


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heildarskjal.pdf690.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna