Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50469
Þeir sem vinna að gerð leiksýninga og hverskyns uppistands þekkja af eigin reynslu hversu tímafrekt getur verið að skipuleggja og setja upp leiksýningar. Margar mismunandi áskoranir geta blasað við þeim, sem hyggjast standa fyrir leiksýningum, framleiðendum, leikstjórum, leikurum, sviðlistamönnum, t.d. við leit að rétta handritinu og að útvega leyfi höfundarrétthafa, velja leikstjóra og leikara, útvega húsnæði og síðan gerð og skipulag æfingaáætlunar og val á réttum leikmunum. Þetta er dýrmætur tími sem flestir leikstjórar og leikarar myndu frekar vilja verja í æfingar fyrir sýninguna sjálfa. Til eru ýmis konar tól, veflausnir og forrit sem einfaldað geta slíkan undirbúning, en vandinn er að þessi tól eru dreifð víða, ótengd og ósamhæfð. Vefforritinu eða vefvangnum Showdeck – Works hyggst einfalda leitina að áhugaverðu handriti.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Showdeck Works - Loka Skýrsla.pdf | 3,05 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| Showdeck Works - User Guide.pdf | 4,74 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
| Showdeck Works - Operation Manual.pdf | 214,78 kB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna |