is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5048

Titill: 
  • Umhverfi, vald og virðing. Umræða um val heyrnarskertra á menningu og máli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að komast að því hvernig ýmsar skoðanir og ríkjandi áhrif í og frá umhverfinu hafa haft mótandi áhrif á sjálfsmynd heyrnarlausra en þó fyrst og fremst heyrnarskertra. Heyrnarlausir og heyrnarskertir eiga það sameiginlegt að heyra illa eða alls ekki, það sem getur skilið þá að er tjáningarmátinn, hvort þeir nota táknmál, tala með rödd eða nota jafnvel bæði, táknmál og rödd. Heyrnarskertir eru hópur sem hefur lent hvað verst í ranghugmyndum. Ástæðan er sú að sumir ná góðum tökum á tali og fyrir vikið eru þeir ekki taldir þurfa á táknmáli að halda. Einstaklingar eru eins misjafnir og þeir eru margir og geta ýmsir þættir haft áhrif á það hvernig hver og einn lítur á sjálfan sig út frá skerðingunni sem síðan hefur áhrif á það hvort viðkomandi finnst hann tilheyra menningu heyrandi eða menningu heyrnarlausra.
    Raktir verða helstu áhrifavaldar í lífi heyrnarskertra og þeir ræddir í ljósi þarfa hvers einstaklings og mikilvægi öryggis í tjáskiptum og hvaða áhrif það hefur á einstaklinginn að geta tjáð sig óhindrað og verið öruggur í tjáskiptum í því umhverfi sem hann býr í. Þegar teknar eru ákvarðanir um það hvaða mál viðkomandi skuli nota, þ.e. þegar eitt mál er tekið fram yfir hitt er verið að spila með framtíð einstaklingsins.
    Ritgerðin gefur engin endanleg svör eða niðurstöður, en bendir hinsvegar á mikilvægi þess að heyrnarskertir fái að kynnast bæði íslensku og táknmáli, þar með er einstaklingnum gefið frelsi til að velja þegar hann hefur vit og vald til þess sjálfur.

Samþykkt: 
  • 10.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5048


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Ritgerd_Eva-Ruth_2010.pdf1.14 MBLokaðurHeildartextiPDF