is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50500

Titill: 
  • Árangur lungnaendurhæfingar eftir skurðaðgerð við lungnakrabbameini
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Þegar einstaklingur greinist með staðbundið lungnakrabbamein er ein helsta meðferðin skurðaðgerð í læknandi tilgangi. Hluti sjúklinga fer í þverfaglega lungnaendurhæfingu á Reykjalundi í kjölfar aðgerðarinnar. Lungnaendurhæfing hefur sýnt sig geta bætt lífshorfur sjúklinga með langvinna lungnateppu en vöntun er á upplýsingum um áhrif hennar á lifun þegar um er að ræða sjúklinga sem hafa farið í lungnakrabbameinsskurðaðgerð.
    Markmið: Markmið rannsóknarinnar er að kanna árangur lungnaendurhæfingar hjá sjúklingum sem hafa gengist undir lungnakrabbameinsskurðaðgerð, með áherslu á lifun.
    Aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og tekur til 293 einstaklinga sem gengust undir lungnakrabbameinsskurðaðgerð á Íslandi á árunum 2016-2022. Gögn voru fengin úr gagnagrunni frá lungnakrabbameinsrannsóknarhópi Landspítala og sjúkraskrám Reykjalundar. Þátttakendum var skipt í rannsóknarhóp (n=84), með þeim sem höfðu farið í endurhæfingu á Reykjalundi í kjölfar aðgerðar, og viðmiðunarhóp (n=207), með þeim sem höfðu farið í aðgerð en ekki endurhæfingu. Tveir þátttakendur voru útilokaðir þar sem þeir létust innan 30 daga eftir aðgerðina. Kaplan-Meier lifunargreining var notuð til þess að bera saman lifun hópanna og síðan ein- og fjölþáttagreining til þess að meta áhrif ólíkra þátta.
    Niðurstöður: Rannsóknarhópurinn reyndist hafa marktækt lengri lifun en viðmiðunarhópurinn (HR = 0,3738; 95% CI: 0,2278-0,6132). Í einþáttagreiningunni voru breyturnar aldur við aðgerð, stigun krabbameinsins og endurkoma krabbameinsins marktækar, og því notaðar ásamt þekktum áhættuþáttum í fjölþáttagreiningu, sem sýndi marktækan mun á lifun hópanna þó búið væri að leiðrétta fyrir hinum þáttunum.
    Ályktanir: Við ályktum að þeir sem fara í lungnaendurhæfingu eftir lungnakrabbameinsskurðaðgerð lifi lengur en þeir sem gera það ekki. Endurhæfingin sjálf gæti verið hluti af skýringunni en orsakasamband þarf að rannsaka frekar.

Styrktaraðili: 
  • Vísindasjóður Lungnasamtakanna
Samþykkt: 
  • 4.6.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50500


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs_loka_arangur_lungnaendurhaefingar_magna.pdf796,67 kBLokaður til...01.06.2027HeildartextiPDF
yfirlysing.jpg165,01 kBLokaðurYfirlýsingJPG