en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5050

Title: 
  • Title is in Icelandic Að leita sér staðar á ljóðvegum. Um staðarljóð Jónasar Hallgrímssonar, Snorra Hjartarsonar og Hannesar Péturssonar
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Staðarljóð (e. poetry of place) eru ljóð þar sem skáld leitast við að fanga anda tiltekins staðar og flétta saman við sína eigin sjálfsvitund, minningar og tilfinningar, sögulega atburði eða annað sem tengist þeim tiltekna stað sem ljóðið er ort um. Þessi ritgerð fjallar um staðarljóð sem valin eru úr höfundarverki skáldanna Jónasar Hallgrímssonar, Snorra Hjartarsonar og Hannesar Péturssonar. Ísland er staðurinn í öllum ljóðunum sem hér eru til umfjöllunar og áhersla er lögð á ferðaminni og hálendisstaði. Einkum er skoðað hvernig ljóðin birta staðarkennd og staðarsýn skáldanna. Rannsóknaraðferðin er textarýni með ævisögulegu ívafi. Þeirri aðferð er beitt til að varpa ljósi á hvernig uppruni, menntun og umhverfi hefur orkað á staðarskynjun skáldanna og þar með skáldskap þeirra. Aðalmarkmið ritgerðarinnar er að skoða ferðir og staði í ljóðum þessara skálda í ljósi kenninga um staðarljóð. Enn fremur hvort greina megi einhverja sameiginlega þræði í staðarsýn þeirra og staðarnálgun, hvað það er sem gerir stað að stað og hvernig allt þetta leikur saman í skapandi hugmyndum sem birtast í ljóðunum. Með völdum dæmum er sýnt fram á að staðarljóð Jónasar, Snorra og Hannesar séu myndræn og einkennist af bjartri sýn, frumlegum máltökum og mótist af hugsjónum sem lúta að heillum lands og þjóðar. Val ljóðanna miðast við skilgreint efnissvið. Þar af leiðandi birta þau ekki heildarmynd af viðfangsefnum skáldanna og því hefur verið reynt að komast hjá því að draga of víðtækar ályktanir í umfjölluninni. Þá er í ritgerðinni einnig dregið saman ýmislegt sem einkennir staðarljóð almennt. Ein af meginniðurstöðum ritgerðarinnar er að ljóð þessara þriggja skálda samræmist hefð staðarljóða eins og hún er þekkt í bókmenntasögunni.

Accepted: 
  • May 10, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5050


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Jonina Gudmundsdottir Að leita sér staðar.pdf686.86 kBOpenHeildartextiPDFView/Open