is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50519

Titill: 
  • Komur á Bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins 2004 - 2024
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Bráðamóttökur eru mikilvægar deildir í heilbrigðiskerfum, ætlaðar þeim sem þurfa að leita sér aðstoðar vegna bráðra veikinda eða slysa. Á Íslandi er sérstök bráðamóttaka fyrir börn, staðsett á Barnaspítalanum við Hringbraut, sem sinnir bráðum veikindum barna frá fæðingu til 18 ára aldurs.
    Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að lýsa fjölda koma og helstu sjúkdómsgreiningum, auk faraldsfræðilegra gagna um aldur, kyn og árstíðasveiflur, ásamt því að skoða hvaða áhrif Covid-19 faraldurinn hafði.
    Aðferðir: Þessi afturskyggna rannsókn náði til allra koma barna til 18 ára aldurs, á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins á árunum 2004-2024. Gögn fengust frá Vöruhúsi gagna og Gagnagátt Landspítalans og voru greind með lýsandi tölfræði.
    Niðurstöður: Komur voru samtals 270.101 á tímabilinu, flestar árið 2022. Yfir tímabilið var 72,7% aukning á komum. Komum fækkaði við upphaf Covid-19 faraldursins og fjölgaði svo aftur. Meðalaldur barna var 4,7 ár og hlutfall drengja hærra (52%). Miklar árstíðasveiflur sáust, með flestum komum í mars (10,2%) og fæstum í júlí (6,2%) og ágúst (6,1%). Flestar komur voru á mánudögum (15,8%) og fæstar á laugardögum (12,6%). Algengustu sjúkdómsgreiningar voru ótilgreind veirusýking, kviðverkur, hægðatregða, miðeyrnabólga og niðurgangur. Komum vegna miðeyrnabólgu og astma fækkaði á seinni hluta tímabilsins, á meðan komur vegna öndunarfærasýkinga, hægðatregðu, kviðverkja og bráðaofnæmis urðu algengari.
    Ályktanir: Rannsóknin sýnir að miklar breytingar urðu á komufjölda og sjúkdómsgreiningum barna á tímabilinu. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi þess að fylgjast með þróun í komu- og greiningarmynstri til að aðlaga þjónustu og mönnun að breyttri þörf.

Samþykkt: 
  • 6.6.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50519


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Komur_a_BMB.pdf2,79 MBLokaður til...01.06.2027HeildartextiPDF
2024_Skemman_yfirlysing3__1_.pdf394,99 kBLokaðurYfirlýsingPDF