is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50528

Titill: 
  • Aðgerðir vegna meinvarpa hjá sjúklingum sem gengust undir aðgerð á endaþarmskrabbameini á Íslandi 2010-2019
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Endaþarmskrabbamein er áttunda algengasta krabbameinið á heimsvísu og á Íslandi greinast að meðaltali 45 einstaklingar á ári. Um 20% sjúklinga með ristil- og endaþarmskrabbamein hafa fjarmeinvörp við greiningu og 14-34% fá síðkomin meinvörp.
    Markmið: Að kanna tíðni meinvarpa hjá einstaklingum sem gengust undir skurðaðgerð vegna endaþarmskrabbameins á árunum 2010-2019. Ennfremur að skoða meðferð og lifun með sérstakri áherslu á lifrar- og lungnameinvörp.
    Aðferðir: Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrárkerfum Landspítala. Lifun var metin með Kaplan-Meier aðferðinni og hópar sjúklinga með og án meinvarpa bornir saman.
    Niðurstöður: Alls gengust 243 einstaklingar undir aðgerð vegna endaþarmskrabbameins á rannsóknartímabilinu, af þeim fengu 69 (28,4%) endurkomu sjúkdóms. 23 fengu lifrarmeinvörp, 11 lungnameinvörp (5 hvoru tveggja), 17 staðbundna endurkomu og 23 fengu dreifð meinvörp. Meðalsjúkdómsfrí lifun fram að greiningu meinvarpa var 1,2 ár (CI: 0,8-1,7 ár). Af þeim sem fengu meinvörp fóru 39 (56,5%) í aðgerð. Fimm ára lifun var 93,7% fyrir sjúklinga án endurkomu, 71,8% hjá þeim sem fóru í aðgerð vegna meinvarpa og 10,0% hjá þeim sem fóru ekki í aðgerð á meinvörpum. Lifun var sambærileg fyrir þá sem fóru í aðgerð vegna lifrarmeinvarpa og lungnameinvarpa. Æxlishreiður (TD) reyndust vera marktækur forspárþáttur fyrir endurkomu í líkani með fræðilegu breytuvali. Hærra æxlisstig, þá bæði samkvæmt myndgreiningu (cT) og vefjarannsókn (pT), reyndist marktækur áhættuþáttur endurkomu.
    Ályktanir: Um þriðjungur sjúklinga sem fór í aðgerð vegna endaþarmskrabbameins fékk endurkomu sjúkdóms sem er í samræmi við erlendar rannsóknir. Rúmur helmingur þessara sjúklinga fór í aðgerð sem er svipað, eða aðeins hærra, hlutfall en í erlendum rannsóknum. Lifur var algengasti staður fjarmeinvarpa og lungu þar á eftir.

Samþykkt: 
  • 10.6.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50528


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erla_Figueras_Eriksdottir_BS_Verkefni.pdf3,42 MBLokaður til...09.06.2030HeildartextiPDF
2025_Skemman_yfirlysing_pdf.pdf308,28 kBLokaðurYfirlýsingPDF