is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Hagnýt atferlisgreining >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50530

Titill: 
  • Áhrif atferlisíhlutunar á snjallsímanotkun framhaldsskólanema í lífsleiknitímum. Geta símaklefar og lukkuhjól dregið úr notkun snjallsíma í kennslustundum?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Snjallsímanotkun unglinga innan kennslustofunnar er vandamál víða. Sett hafa verið símabönn í skólum til þess að draga úr notkun en þau skila ekki alltaf árangri. Í þessari rannsókn var kannað hvort hægt væri að draga úr snjallsímanotkun nemenda í fyrsta bekk í framhaldsskóla í lífsleiknikennslustundum með því að bjóða upp á símaklefa og möguleika á að vinna umbun í gegnum rafrænt lukkuhjól. Einnig var skoðað hvort 25% líkur á umbun væri nógu mikil hvatning til að fá nemendur til að leggja frá sér snjallsímann í kennslustundum. Þátttakendur voru kennari með 19 ára reynslu af kennslu við framhaldsskóla og þrír nemendahópar (n= 65). Kennslustundir voru tvisvar í viku. Margfalt grunnskeiðssnið yfir hópa og ABA snið innan hóps var notað til að meta áhrif inngrips á snjallsímanotkun nemenda. Gögnum var safnað í kennslustundum af kennara með beinu áhorfi og þau skráð á viðeigandi skráningarblöð sem rannsakandi bjó til. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að það dró úr snjallsímanotkun nemenda í kennslustundum eftir að inngrip hófst. Hjá tveimur af þremur hópum voru 25% líkur á umbun nægilega mikil hvatning til að leggja frá sér snjallsímann. Niðurstöður rannsóknarinnar eru í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna sem hafa miðað að því að draga úr snjallsímanotkun nemenda með því að styrkja aðra hegðun. Hjá tveimur hópum voru það að fá bíómiða og að fara fyrr úr kennslustund vinsælasta umbunin. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að mögulega væri hægt að nota svona inngrip til að draga úr snjallsímanotkun unglinga í framhaldsskólum í stað þess að setja snjallsímabann.
    Lykilhutök: snjallsímanotkun, nemendur í framhaldsskóla, styrking annarrar hegðunar, símaklefi, lukkuhjól

Samþykkt: 
  • 10.6.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50530


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni- Kristín Anna Svavarsdóttir.pdf984,01 kBLokaður til...01.06.2030HeildartextiPDF
_Yfirlýsing um skil.pdf181,48 kBLokaðurYfirlýsingPDF