is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50533

Titill: 
  • Notkun og árangur GLP-1 viðtakaörva hjá börnum með offitu eftir nýlegar ábendingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Offita meðal barna er vaxandi vandamál á heimsvísu sem mikilvægt er að meðhöndla til að fyrirbyggja fylgisjúkdóma. Árið 2023 heimilaði Lyfjastofnun Evrópu notkun semaglútíðs fyrir börn með offitu en ábending fyrir liraglútíð var heimiluð nokkrum árum áður. Lyfin eru GLP-1 viðtakaörvar sem aðstoða við þyngdarstjórnun með því að hafa áhrif á blóðsykurstjórnun, hægja á tæmingu magans og auka seddutilfinningu. Ísland er meðal fárra Evrópulanda sem niðurgreiða lyfin fyrir börn með offitu og því í kjöraðstöðu að meta notkun og árangur lyfjanna.
    Markmið: Að kanna fjölda og búsetu barna sem fengu semaglútíð eða liraglútíð ávísað og meta lyfjanotkun, meðferðarlengd og árangur.
    Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn ferilrannsókn og náði til allra barna sem fengu semaglútíð eða liraglútíð ávísað frá og með árinu 2019. Gögn fengust frá lyfjagagnagrunni embættis landlæknis. Ítarlegri gögn um takmarkaðan hóp fengust frá vöruhúsi gagna á Landspítala, úr skráningarformi Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins og rafrænum sjúkraskrám (n=39). Tölfræðin var lýsandi.
    Niðurstöður: Alls fengu 157 börn semaglútíð eða liraglútíð ávísað, þar af aðeins þrjú börn búsett á Austurlandi eða Vestfjörðum. Aukning varð á notkun lyfjanna yfir tímabilið, einkum á Wegovy frá árinu 2023. Hlutfall barna sem hættu lyfjameðferð var 5,7%. Lækkun á líkamsþyngdarstuðli varð hjá 86,2% barna sem notuðu lyfið lengur en einn mánuð (n=39). Frávik í blóðgildum mældust hjá 80,0% barna fyrir lyfjameðferð (n=39).
    Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að lágt hlutfall barna með offitu hafi fengið GLP-1 viðtakaörva en að lyfjameðferð sé árangursrík með tilliti til þyngdarbreytinga og þolist vel. Lágt hlutfall barna á Austurlandi og Vestfjörðum undirstrikar nauðsyn þess að tryggja jafnt aðgengi að meðferð.

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: Childhood obesity is a growing global health burden that requires effective interventions to prevent serious comorbidities. In 2023, the European Medicines Agency approved the use of semaglutide for children with obesity, following the earlier approval of liraglutide. These medications are GLP-1 receptor agonists that contribute to weight management by regulating blood glucose levels, slowing gastric emptying, and increasing satiety. Iceland is among the few European countries that subsidize these medications for children with obesity, placing it in a unique position to evaluate their use and effectiveness.
    Objective: To investigate the number and geographic distribution of children in Iceland prescribed semaglutide or liraglutide in Iceland, and to evaluate treatment patterns, duration of treatment, and clinical outcomes.
    Methods: This retrospective cohort study included all children in Iceland who were prescribed semaglutide or liraglutide from 2019 onward. Data were obtained from the National Prescription Database. More detailed information for a subset of children were obtained from the clinical data warehouse at The National University Hospital of Iceland, from the registration forms of Heilsuskóli, and electronic medical records (n=39). Statistical analysis was descriptive.
    Results: A total of 157 children were prescribed semaglutide or liraglutide, of which three children resided in Eastern Region or Westfjords Region. Use of these medications increased over the study period, particularly for Wegovy from 2023. The proportion of children who discountinued medication was 5,7%. A decrease in BMI was observed in 86,2% of children who used the medication for more than one month (n=39). Abnormalities in blood values were measured in 80,0% of children prior to initating treatment (n=39).
    Conclusion: The results of this study indicate that a relatively low proportion of children with obesity received GLP-1 receptor agonists treatment. However, the medications were generally effective in terms of weight change and were well tolerated. The low proportion of children in Eastern Region or Westfjords Region highlights the need to ensure equal access to treatment.

Samþykkt: 
  • 10.6.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50533


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Helena_Bjork_Arnarsdottir.pdf4,91 MBLokaður til...16.05.2030HeildartextiPDF
Yfirlysing_Helena_Bjork_Arnarsdottir.pdf234,37 kBLokaðurYfirlýsingPDF