is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Ræktun og fæða > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50566

Titill: 
  • Hestahald í þéttbýli: Stíu stærðir og áhrif þeirra á velferð hesta.
  • Titill er á ensku Urban horse keeping: Stall size and their impact on horse welfare.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á Íslandi hefur það lengi verið haft til siðs að halda hesta úti í haga eins mikið og unnt er, sama hvaða árstíð. Þó eru til sagnir af hestum á húsi allt aftur til landnáms og þótti merkilegt ef að gestgjafi gat hýst hesta höfðingja sem að leið áttu hjá. Með breyttri hestamenningu og tilkomu hesthúsahverfa þá jókst notkun hesthúsa. Einnig er þjálfunartímabil hins almenna hestamanns alltaf að lengjast og meðfram því lengist viðvera hestsins innan hesthússins.
    Markmiðið með rannsókninni var að meta hver væri meðalstærð stíu í hesthúsum á höfuðborgarsvæðinu og hvort að hún uppfyllti þær kröfur sem settar eru fram í reglugerð um velferð hrossa nr. 910/2014. Samkvæmt reglugerðinni þá þarf stía fyrir hesta þriggja vetra og eldri að vera að lágmarki fjórir fermetrar og skammhlið hennar ekki styttri en 1,80m.
    Mældar voru 442 stíur í fimmtíu og fimm hesthúsum í fimm hesthúsahverfum innan höfuðborgarsvæðisins. Húsin voru byggð á árunum 1967-2020. Mælt var innra mál stía, bæði lengd og breidd og skráður fjöldi hesta í stíu. Meðalstærð stíu var 5,03 fermetrar á hvern hest þegar allar stíurnar voru bornar saman. Þegar skoðaðar voru annars vegar eins hesta stíur og hins vegar tveggja hesta stíur kom í ljós að meiri líkur voru á því að eins hesta stía uppfyllti kröfur reglugerðarinnar en tveggja hesta stía. 243 stíur voru bæði yfir fjórum fermetrum og með skammhlið lengri en 1,80 m en það eru 55% af mældum stíum.
    Mikilvægt er að hafa velferð hesta í huga þegar kemur að stærð stía, þar sem margir þættir spila saman. Mynda þarf aðstæður þar sem að hestur getur sýnt sem náttúrulegast athæfi. Gera þarf ráð fyrir að hann hafi svigrúm til að snúa sér, leggjast niður og geta legið flatur með fætur beinar. Einnig getur það haft áhrif á heilsu hests hversu vel hann getur átt í samskiptum við aðra hesta í sínu næsta nágrenni.

Samþykkt: 
  • 11.6.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50566


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hestahald í þéttbýli - Sæbjörg Einarsdóttir.pdf519,79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna