is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/506

Titill: 
 • Undirbúningur lestarnáms : forvörn gegn lestrarerfiðleikum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um dyslexíu, hvernig hægt er að vinna að því markvisst að undirbúa börn á leikskólaaldrinum fyrir lestrarnám og um gildi góðrar kennslu. Leitast var við að svara spurningunni „Hvernig er hægt að vinna að forvörnum gegn lestrarerfiðleikum áður en komið er í 1. bekk?“ Ýmiss konar svör fást við þessari spurningu. Rannsóknir sýna fram á mikilvægi þess að nota þá undirstöðu sem byrjendalæsi er til þess að hjálpa börnum að öðlast færni í þeim þáttum sem eru grunnurinn að því að geta lesið. Byrjendalæsi og snemmtæk íhlutun eru í raun undirstaða raunverulegs lestrarnáms. Góðir kennsluhættir eru fyrir öllu þar sem vel undirbúnir kennarar koma til móts við þarfir nemenda sinna.
  Fjallað er um rannsóknir á sviði snemmtækrar íhlutunar. Á aðgengilegan hátt ætti að vera hægt að kynna sér efni og niðurstöður þeirra. Þannig geta jafnvel þeir sem lítið vita um þá þætti sem fjallað er um séð hvernig hægt er að nýta sér niðurstöður úr fyrri rannsóknum til að skipuleggja kennslu og gera athafnir sínar og málnotkun meðvitaðri. Snemmtæk íhlutun er aðgerð sem gripið er til svo að hægt sé að hjálpa einstaklingi að þroska þá þætti sem hann á í erfileikum með.
  Dyslexía er þekkt hugtak í menntakerfinu nú til dags. Þessir sértæku lestrarörðugleikar orsakast af skertri starfsemi heilans og í rannsóknum hefur ítrekað verið sýnt fram á það að hægt sé að minnka til muna þá erfiðleika sem koma í kjölfarið ef viðhafðar eru réttar kennsluaðferðir og ef þeir aðilar sem í hlut eiga eru meðvitaðir um gildi þess sem þeir eru að gera.
  Til eru margir einstaklingar, komnir á fullorðinsár, sem eiga enn þann dag í dag við náms- og lestrarerfiðleika að stríða sökum þess að kennsla þeirra í bernsku fullnægði ekki þeim kröfun sem gerðar voru eru nú á tímum í tengslum við sérkennslu og aukin úrræði. Kennarar og foreldrar í dag eru sem betur fer upplýstari um einkenni og afleiðningar námserfiðleika sem aftur leiðir af sér að meiri líkur eru á því að tekið sé á málunum af fagmennsku. Í dag höfum við næga þekkingu sem gerir okkur kleift að takast á við þann kennslufræðilega vanda sem lestrarerfiðleikar hafa í för með sér. Útdráttur úr námskrá tveggja leikskóla sýnir hvernig starfi er háttað þar sem áersla er lögð á málrækt í námskrá og ef unnið er samkvæmt því sem sett er fram.

Samþykkt: 
 • 22.8.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/506


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Undirbúningur lestrarnáms.pdf447.7 kBOpinnHeildarverkefniPDFSkoða/Opna