is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50615

Titill: 
  • Áhrif launaþaks á samkeppni í íþróttum : hvernig myndi innleiðing launaþaks hafa áhrif á samkeppni milli íþróttaliða?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að athuga áhrif innleiðingar launaþaks á samkeppni milli íþróttaliða. Sérstök áhersla var lögð á fótbolta og körfubolta, bæði í alþjóðlegu samhengi og á Íslandi. Rannsóknin var byggð á eigindlegri aðferð þar sem tekin voru viðtöl við sérfræðinga úr íslensku íþróttalífi og fræðilegum heimildum fléttað inn í umræðu. Niðurstöður úr viðtölum benda til þess að vel útfært launaþak geti bætt fjárhagslegt jafnvægi og aukið samkeppnishæfni milli liða, þá sérstaklega í lokuðum deildum líkt og tíðkast í Bandaríkjunum. Á Íslandi er launaþak talin raunhæf leið til þess að ýta undir stöðugleika innan deilda að því gefnu að kerfið sé einfalt, gagnsætt og með skýrri eftirfylgni. Í fótbolta virðist hlutfallslegt launaþak („soft cap“) henta betur á meðan fast þak („hard cap“) virðist eiga betur við í körfubolta í átt að meiri velgengni. Heildarniðurstaðan er því sú að rétt útfært launaþak sem sniðið er að markaðsaðstæðum við innleiðingu geti stuðlað að aukinni sanngirni og samkeppni innan íþróttakerfisins.

Samþykkt: 
  • 12.6.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50615


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif launaþaks á samkeppni í íþróttum.pdf893,82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna