is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50617

Titill: 
  • Viðskiptavinamiðað vörumerkjavirði íslenskra knattspyrnufélaga : hvaða félag býr yfir sterkasta viðskiptavinamiðaða vörumerkinu í íslenskri karlaknattspyrnu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðskiptavinamiðað virði vörumerkja hefur á síðustu árum fengið aukna athygli í fræðilegri umræðu um markaðssetningu og vörumerkjastjórnun, sérstaklega í tengslum við íþróttafélög og tengingu við neytendur. Markmið þessarar rannsóknar var að öðlast betri skilning á því hvaða íslenska knattspyrnufélag býr yfir sterkasta viðskiptavinamiðaða vörumerkinu út frá fræðilegum grunni Kellers og Aakers. Rannsóknin leitast við að meta hvernig þátttakendur skynja vörumerki félaga út frá lykilþáttum eins og vitund, ímynd, viðbrögðum og tryggð. Fræðilegur hluti ritgerðarinnar fjallar um uppbyggingu vörumerkjavirðis í knattspyrnu, tengsl vörumerkja við stuðningsmenn og hvernig það getur skapað langtíma virði fyrir félögin. Í kjölfarið er gerð grein fyrir aðferðafræði en rannsóknin byggir á megindlegri aðferðafræði. Gögnum var safnað með spurningakönnun í formi vefkönnunar sem náði til áhugafólks um íslenska karlaknattspyrnu. Niðurstöður leiddu í ljós að félög með sterka vörumerkjaþekkingu eru ofarlega hvað varðar viðskiptavinamiðað virði vörumerkja. Rannsóknin gefur því sterkar vísbendingar um að með markvissri vörumerkjastjórnun sé hægt að efla tengsl við stuðningsmenn og styrkja stöðu félagsins bæði innan og utan vallar.

Samþykkt: 
  • 12.6.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50617


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc.ritgerd-ArnarOgJohann.pdf3,57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna