Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50623
Aukin markaðsvæðing hefur leitt til þess að knattspyrnufélög hafa breytt eignarhaldi og stjórnunarháttum til að aðlaga sig að breyttu rekstrarumhverfi og aukinni samkeppni. Á Norðurlöndunum hafa verið innleidd ólík eignarhalds- og stjórnunarmódel með mismunandi áherslum til þess að aðlagast þessum auknu kröfum og hröðu breytingum. Rannsóknin fjallar um hver eðlismunurinn er á eignarhalds- og stjórnunarmódelum knattspyrnufélaga á Norðurlöndunum auk greiningar á því hvort að módelin hafi áhrif á samkeppnishæfi félaganna. Enn fremur fjallar rannsóknin um hvort að það sé möguleiki fyrir íslensk íþróttafélög að innleiða norræn eignarhalds- og stjórnunarmódel. Framkvæmd var lýsandi tilviksrannsókn með mörgum tilvikum þar sem fjögur eignarhalds- og stjórnunarmódel á Norðurlöndunum, nánar tiltekið Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi, voru greind ítarlega og borin saman. Auk þess voru tekin sex hálfstöðluð djúpviðtöl við níu viðmælendur úr ólíkum áttum knattspyrnuumhverfis Norðurlandanna. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á eðlismun eignarhalds- og stjórnunarmódelana á Norðurlöndunum. Niðurstöðurnar sýna auk þess fram á að módelin hafa áhrif á samkeppnishæfi en þau eru ekki afgerandi þáttur í að auka það. Enn fremur sýna niðurstöðurnar fram á að það er hægt að innleiða tvískipta módelið og 51% regluna hér á landi en vegna smæðar Íslands er heilt yfir ekki forsenda fyrir íslensk félög að innleiða módelin.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSc Norræna leiðin.pdf | 971,97 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |