is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50626

Titill: 
  • Húsnæðismarkaðurinn, tekjuþróun og unga fólkið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hefur aðgengi ungs fólks að fasteignamarkaði á Íslandi breyst. Ritgerð þessi fjallar um hvernig launaþróun og breytingar á lánskjörum hafa haft áhrif á möguleika einstaklinga, sérstaklega ungs fólks, til að eignast sína fyrstu fasteign. Viðfangsefnið er rannsakað út frá gögnum um launavísitölu, íbúðaverðsvísitölu, þróun á leigumarkaði og tekjuferil mismunandi aldurshópa, auk skoðunar á nýjum félags- og efnahagslegum raunveruleika sem hefur skapast á íslenskum húsnæðismarkaði.
    Greining ritgerðarinnar sýnir að laun hafa að meðaltali hvorki fylgt þróun fasteignaverðs né vaxtakostnaðar síðustu ár. Stýrivextir Seðlabankans fóru úr 0,75% í 9,25% á rétt rúmum tveimur árum, sem hafði veruleg áhrif á greiðslubyrði lána og möguleika fyrstu kaupenda til að standast greiðslumat. Á sama tíma hefur leigumarkaðurinn þrengst með hækkandi leiguverði og takmörkuðu framboði. Þeir sem leigja búa við hærri húsnæðisútgjöld en áður og minni möguleika til sparnaðar, sem veldur því að þeir eru lengur að komast inn á fasteignamarkaðinn.
    Ritgerðin greinir einnig þróun ævitekjuferilsins með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum frá Hagstofunni. Gögnin sýna að tekjur ungs fólks vaxa hægar en áður, á meðan eldri aldurshópar hafa aukið ráðstöfunartekjur sínar umfram unga fólkið. Þessi kynslóðamunur í tekjuþróun hefur leitt til þess að margir ungir einstaklingar þurfa að treysta á leigu til lengri tíma, og fleiri þurfa að fá utanaðkomandi aðstoð við að festa kaup á íbúð. Þróun þessi hefur einnig aukið eignamun milli kynslóða.
    Í ritgerðinni er enn fremur sýnt fram á hvernig nýlegar aðgerðir stjórnvalda, t.d. hlutdeildarlán, vaxtastuðningur og aukin áhersla á uppbyggingu hagkvæmra íbúða eru tilraunir til að brúa þetta bil. Hins vegar sýnir greiningin að áhrif þessara úrræða eru takmörkuð ef kerfisbundið misræmi á milli tekna og íbúðaverðs viðhelst.
    Niðurstaða ritgerðarinnar er að skerpt hafi á skiptingu á húsnæðismarkaði þar sem eignarhald hefur í auknum mæli færst til eldri og tekjuhærri hópa, á meðan ungt fólk á í auknum erfiðleikum með húsnæðiskaup. Þessi þróun kallar á áframhaldandi greiningu og aðgerðir sem stuðla að raunhæfu aðgengi allra að öruggu húsnæði.
    Lykilorð: fasteignamarkaður, launaþróun, lánskjör, ævitekjuferill, ungt fólk, aðgengi að húsnæði

Samþykkt: 
  • 12.6.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50626


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc-Ritgerð-Nína-og-Rúnar.pdf937,28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna