is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50628

Titill: 
  • Öryggi í viðskiptum á netinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Netviðskipti hafa skapað ný tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki út um allan heim en jafnframt aukið líkur á öryggisbrestum sem geta valdið verulegu fjárhagslegu og persónulegu tjóni. Í ritgerð þessari er sjónum beint að því hvernig slík tjón birtast, hvernig hægt sé að greina þau, draga úr og fyrirbyggja. Sérstök áhersla er lögð á ábyrgð fyrirtækja samkvæmt persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins (GDPR), þar sem skýrar reglur gilda um meðferð og öryggi persónuupplýsinga. Fjallað er um hvernig brot á reglum getur leitt til refsinga og hvernig skortur á viðeigandi netöryggisráðstöfunum getur haft alvarlegar afleiðingar.
    Rannsóknin fjallar jafnframt um hvernig gervigreind (AI) getur gegnt lykilhlutverki í að styrkja netöryggi, bæði með því að greina ógnir og þróa snjallar varnir gegn árásum. Með viðtölum við sérfræðinga, könnun meðal almennings og greiningu á nýjustu tækni og regluverki er leitast við að varpa ljósi á umfang netsvika og hvernig einstaklingar og fyrirtæki geta fyrirbyggt og dregið úr fjárhagslegu og ófjárhagslegu tjóni vegna netsvika.
    Hugmyndin að ritgerðinni kviknaði eftir netárás á Háskólann í Reykjavík árið 2024, þar sem persónuupplýsingum var stolið. Atvikið vakti áhuga okkar á netöryggi, persónuvernd og ábyrgð fyrirtækja samkvæmt GDPR, auk möguleika gervigreindar til framtíðar við að greina og fyrirbyggja slíkar ógn.

Samþykkt: 
  • 12.6.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50628


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Öryggi í viðskiptum á netinu - Google Docs.pdf2,22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna