is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50634

Titill: 
  • Algengi, meðferð og afleiðingar blóðsega í portbláæðakerfi hjá sjúklingum með bráða brisbólgu: Árin 2016-2025
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sjaldgæfur fylgikvilli bráðrar brisbólgu (acute pancreatitis, AP) er blóðsegamyndun í portbláæðakerfinu (splanchnic vein thrombosis, SVT). Lítil þekking er á náttúrulegum gangi AP tengds SVT og takmörkuð þekking til staðar varðandi meðferð við slíkum segum.
    Markmið rannsóknarinnar varð að kanna algengi AP tengdra SVT á Íslandi, áhrif blóðþynnandi meðferðar (AC) á tíðni segaupplausna og blæðingartilfelli.
    Leitað var að ICD-kóðum fyrir sjúkdómsgreininguna bráð brisbólga ásamt blóðsega í portæð, miltisbláæð og eða efri garnahengisbláæð á Landspítalanum árin 2016-2025. Upplýsingum úr sjúkraskrám um eðli bráðu brisbólgunnar og blóðseganna sem og notkun blóðþynnandi lyfja var safnað.
    Niðurstöður: Árin 2005-2025 greindust 3154 með bráða brisbólgu á Íslandi, 44 greindust í kjölfarið með portbláæðasega. Algengi AP tengds SVT var 1,4%. Meðaltal nýgengis var 1,1 tilfelli per 100.000 íbúa árlega. 34/44 (77%) voru karlkyns og miðgildi aldurs var 62 ár. Tíðni segaupplausna var hærri í hópi þeirra sem fengu ekki AC samanborið við hópinn sem fékk AC (93% vs 53%, p<0,02). Tilfelli blæðinga voru 9 (30%) og dauðsföll voru 4 (13%) í hópi blóðþynnta. Tilfelli blæðinga voru 4 (29%) og dauðsföll 2 (14%) í hópi þeirra sem fengu enga blóðþynningu.
    Blóðþynnandi meðferð var ekki tengd aukinni tíðni segaupplausna, sjúklingar sem fengu ekki blóðþynnandi meðferð höfðu auknar líkur á segaupplausn. Tíðni blæðingatilfella var svipuð milli hópa og blóðþynnandi meðferð jók ekki tíðni blæðingatilfella.

Samþykkt: 
  • 13.6.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50634


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LSSA-bs_ritgerd.pdf641,72 kBLokaður til...01.06.2028HeildartextiPDF
Skemman_yfirlsying12 2.pdf198,43 kBLokaðurYfirlýsingPDF