is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50637

Titill: 
  • Hlutdeildarlán : hvaða áhrif hefur tilkoma hlutdeildarlána haft á fasteignaverð fyrir íbúðir sem henta fyrstu kaupendum sem eru 30 fm til 110 fm á höfuðborgarsvæðinu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fasteignaverð er um þessar mundir mjög hátt, bæði mælt út frá fasteignaverði sem hlutfalli af launum og út frá greiðslubyrði sem hlutfall af launum. Seðlabanki Íslands hefur síðustu ár sett miklar hömlur á fasteignamarkaðinn til þess að reyna að ná stjórn á hækkun fasteignaverðs en þrátt fyrir þröng lánþega skilyrði og hátt raunvaxtarstig hefur íbúðaverð haldist hátt miðað við flesta mælikvarða. Hækkandi fasteignaverð hefur reynst erfitt fyrir fyrstu kaupendur og ungt fólk, í umræðu síðustu ára hefur því sérstök áhersla verið lögð á aðgerðir sem munu aðstoða fyrstu kaupendur og ungt fólk að komast út á fasteignamarkaðinn. Eitt af úrræðum hins opinbera til að auðvelda fyrstu íbúðarkaup eru
    hlutdeildarlán en með hlutdeildarlánum er aðstoð veitt til þeirra sem eru taldir fyrstu kaupendur. Með hlutdeildarláni þarf einstaklingur einungis að eiga fyrir 5% útborgun til að kaupa húsnæði og opnar það því möguleika á húsnæðiskaupum fyrir fleiri einstaklinga.
    Hlutdeildarlán voru samþykkt í lög þann 9. nóvember 2020 og er í þessari ritgerð rannsakað hvort aðkoma hlutdeildarlána hafi haft áhrif á fasteignaverð á íbúðum sem teljast viðeigandi
    fyrir fyrstu kaupendur, það er að segja íbúðum sem eru 30 fm til 110 fm á höfuðborgarsvæðinu. Í rannsókninni er einungis skoðuð áhrifin á slíkar eignir. Við rannsóknina var notuð Difference-in-difference aðferð en sú aðferð er oft notuð þegar verið
    er að meta og skoða áhrif nýrrar stefnu. Metin eru þá áhrif stefnunnar, sem er hlutdeildarlán,með því að bera saman samanburðarhóp og meðferðarhóp bæði fyrir og eftir að stefnan var innleidd. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að verð á íbúðum sem hafa/hefðu uppfyllt skilyrði hlutdeildarlána hefur hækkað í verði umfram verð annarra íbúða eftir að hlutdeildarlán voru innleidd.

Samþykkt: 
  • 13.6.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50637


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc ritgerð Alma og Marý .pdf952,57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna