is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5065

Titill: 
  • Mótmæli í myndum. Eru ljósmyndir traustar samtímaheimildir?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um eðli og virkni ljósmynda og leitað svara við spurningunni: Eru ljósmyndir traustar samtímaheimildir? Í fyrri hluta ritgerðarinnar eru helstu kenningar um virkni ljósmynda reifaðar en þær eru af ýmsum toga og eiga sér ólíkar rætur. Meðal þeirra eru hugmyndir Roland Barthes og Rosalind Krauss um ljósmyndina sem beina endurspeglun tilvistar þar sem hún sé „sam-náttúruleg“ því sem hún sýnir. Einnig er gerð grein fyrir kenningum Susan Sontag, en hún telur að ljósmyndir gefi okkur brenglaða sýn á veruleikann og skapi „sameiginlegt minni“ manna um sögulega atburði. Þá eru könnuð tengsl ljósmynda við samfélagslegar hugmyndir og ríkisvaldið hverju sinni með hliðsjón af hugmyndum Walter Benjamin, Guy Debord, Allan Sekula og John Tagg. Fyrsta hlutanum lýkur svo á umfjöllun um samband ljósmynda og tölvutækni í ljósi kenninga Lev Manovich. Í síðari hluta ritgerðarinnar eru ljósmyndir og fréttaflutningur af Nató-mótmælunum 1949 og Búsáhaldabyltingunni 2009 tekin sem sérstök rannsóknardæmi. Þar er rannsökuð virkni og áhrif myndanna, hvernig mismunandi framsetningar mynda ólíkar skoðanir og hvernig tengja megi kenningar fræðimanna við raunverulega virkni ljósmynda í íslensku samfélagi.

Samþykkt: 
  • 10.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5065


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
mótmæli í myndum (loka).pdf4.72 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna