is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50655

Titill: 
  • Hvernig geta íslensk sprotafyrirtæki byggt upp vörumerki með áherslu á sjálfbærni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sjálfbærni hefur orðið sífellt mikilvægari í rekstri fyrirtækja eða félaga vegna vaxandi krafna viðskiptavina og markaðarins. Fyrir sprotafyrirtæki getur það reynst sérstaklega krefjandi, þar sem þau standa nú þegar frammi fyrir fjölmörgum áskorunum við stofnun og vöxt fyrirtækisins.
    Í þessari rannsókn var leitast við að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig geta íslensk sprotafyrirtæki byggt upp vörumerki með áherslu á sjálfbærni? Markmið þessarar rannsóknarinnar var að komast að því hvernig sjálfbærni getur haft áhrif á vörumerkjauppbyggingu sprotafyrirtækja, með áherslu á íslenskar aðstæður og stuðningsumhverfi. Rannsóknin byggir á eigindlegri tilviksrannsóknaraðferð þar sem notast var við hálfstöðluð viðtöl við þrjú íslensk sprotafyrirtæki. Gagnaöflun og greining viðtalsramma, sem inniheldur bæði opnar og lokaðar spurningar var unnin með aðferðum eigindlegrar þemagreiningar.
    Í fræðilegu umgjörð rannsóknarinnar er fjallað um sjálfbærni, upphaf og innleiðingu hennar í rekstur, sprotafyrirtæki, nýsköpun, vörumerki og ímynd og sjálfbæra vörumerkjauppbyggingu. Einnig verður umfjöllun um stuðningsumhverfi og sprotafyrirtækja á Íslandi, sjálfbæra orku og nýsköpunarorku á Íslandi. Í kjölfar niðurstaðna kemur umræðukafli þar sem niðurstöðurnar eru ræddar.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að samfélagstuðningur og þátttaka í hröðlum er lykilatriði fyrir íslensk sprotafyrirtæki við uppbyggingu vörumerkis og innleiðingu sjálfbærni frá upphafi. Fyrir sprotafyrirtæki getur falist mikill ávinningur í því að leggja áherslu á sjálfbærni, svo sem aukinn trúverðugleiki á vörumerkinu, jákvætt viðhorf neytenda og greiðari aðgangur að fjármagni.

Samþykkt: 
  • 13.6.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50655


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc. ritgerð - Harpa og Helen.pdf893,51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna