is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50657

Titill: 
  • Leiðtogahæfni í krísu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hvaða leiðtogastíll ber mestan árangur þegar kemur að krísustjórnun. Rannsóknin byggir á fræðilegri umfjöllun um leiðtogakenningar, persónuleg einkenni leiðtoga, skilgreiningunni á krísu og mismunandi tegundir krísustjórnunar. Sérstök áhersla er lögð á að greina hvaða eiginleikar og hegðunareinkenni leiðtoga nýtast best þegar krísa skellur á. Rannsóknin var eigindleg og byggði á viðtölum við fimm einstaklinga með reynslu af leiðtogastörfum í krefjandi aðstæðum. Tekin voru viðtöl með opnum spurningum og gagnagreining fór fram með þemagreiningu. Niðurstöðurnar sýna að árangursrík krísustjórnun byggir á yfirvegun, opnum samskiptum, sveigjanleika og trausti. Leiðtogar sem halda ró sinni, taka skýrar og hraðar ákvarðanir og eiga í góðum samskiptum við teymi sitt eru líklegri til að ná árangri. Aðstæðubundi leiðtogatíllinn var talin henta best í krísum þar sem þeir gera ráð fyrir að leiðtoginn aðlagi sig að aðstæðum og virki teymið til þátttöku. Undirbúningur, skýr hlutverk og æfingar voru einnig nefnd sem lykilþættir í árangursríkri krísustjórnun. Þessi atriði stuðla að betri viðbrögðum, dregur úr óvissu og eflir traust meðal starfsfólks. Niðurstöðurnar geta nýst leiðtogum og skipulagsheildum við að undirbúa sig fyrir ófyrirsjáanlegar aðstæður.

Samþykkt: 
  • 13.6.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/50657


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð (6).pdf1,22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna