Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50660
Rannsóknin fjallar um áhrif gullhúðunar og séríslenskra reglna á rekstur, samkeppnishæfni og kjör fjármálafyrirtækja á Íslandi. Gullhúðun er þegar evrópureglur eru innleiddar með auknum kröfum umfram lágmarkskröfur. Framkvæmd var blönduð rannsókn þar sem notast var bæði við eigindleg gögn, til dæmis viðtöl við hagaðila og megindleg gögn þar sem rekstrartölur og samanburðargögn voru notuð til að greina viðfangsefnið í heild sinni.
Útgangspunktur ritgerðarinnar er að íslensk fjármálafyrirtæki starfa undir regluverki sem í grunninn samræmist EES-reglum, og enginn sterk merki eru um að svokölluð gullhúðun sé verulegt vandamál í rekstri. EES-regluverkið getur þó reynst íþyngjandi vegna smæðar fjármálakerfisins vegna þess kostnaðar sem fellur til við að innleiða og viðhalda kröfum sem hannaðar eru fyrir stærri rekstrareiningar. Þá má greina áskoranir sem stafa af séríslenskum reglum svo sem skattlagningu, eiginfjárkröfum og bindisskyldu. Þessir þættir geta haft neikvæð áhrif á samkeppnishæfni fjármálafyrirtækja með auknum rekstrarkostnaði og lakari kjörum til almennings. Þrátt fyrir þær áskoranir í rekstri er mikilvægt að hafa í huga að regluverkið gegnir lykilhlutverki í að tryggja fjármálastöðugleika og verndun hagkerfisins. Þessar niðurstöður varpa ljósi á mikilvægi þess að tryggja jafnvægi á milli stöðugleika og samkeppnishæfni í regluverki fjármálafyrirtækja.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Gullhúðun á fjármálafyrirtæki 2025.pdf | 1,28 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |