is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5068

Titill: 
  • Áhrif fjölmiðla á líkamsmynd kvenna: Athugun innfæringar á líkamskvíða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Líkamsmynd eru hugsanir, tilfinningar og skilningur fólks á þeirra eigin líkama sem getur verið jákvæð eða neikvæð. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að það er neikvætt samband á milli grannra ímynda í fjölmiðlum og líkamsmynd kvenna. Afleiðingar geta leitt til líkamskvíða sem er að líða illa og finna fyrir kvíða vegna líkamshluta. Í þessari rannsókn var samband milli fjölmiðla og líkamskvíða athugað. Fjölmiðlar voru ekki mældir beint heldur voru þeir mældir með áhættuþættinum innfæringu. Innfæring er að taka við og samþykkja gildin í samfélaginu á því hvað sé aðlaðandi. Skipt var í tvo hópa (N = 147) og var öðrum hópnum sýnd auglýsing af grannri fyrirsætu en hinn auglýsingu án líkama. Líkamskvíði var mældur eftir á. Tilgáturnar voru að því hærra sem gildi innfæringar væru í tilraunahóp, því hærri yrði líkamskvíðinn. Gildi innfæringar ættu ekki að hafa áhrif í samanburðarhópnum. Því miður kom ekki það samband sem búist var við. Þær stúlkur og konur sem mældust með hátt gildi innfæringar, reyndust vera með meiri kvíða bæði í tilraunahópnum og samanburðarhópnum. Rætt er hvernig hægt væri að bæta þessa rannsókn og væntanleg áhrif á niðurstöður.

Samþykkt: 
  • 10.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5068


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
uppkast m máti - senda - prófun2.pdf445.65 kBLokaður til...01.01.2030HeildartextiPDF