Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50684
Í þessari ritgerð er fjallað um túlkun hugtaksins „nákomnir aðilar“ samkvæmt 26. tl. 1. mgr. 3. gr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 596/2014 um markaðssvik. Sérstök áhersla er lögð á d-lið ákvæðisins, sem fjallar um lögaðila og fjárhagslega tengda aðila. Megintilgangur ritgerðarinnar er að greina inntak og framkvæmd ákvæðisins í evrópskri framkvæmd, einkum hjá Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnuninni (ESMA) og fjármálaeftirlitum einstakra aðildarríkja, svo sem þýska fjármálaeftirlitinu (BaFin) og sænska fjármálaeftirlitinu (Finansinspektionen).
Viðfangsefnið er mikilvægt vegna þeirrar réttaróvissu sem ríkir um túlkun ákvæðisins og vegna þeirra áhrifa sem mismunandi túlkanir geta haft á réttaröryggi, gagnsæi og traust fjárfesta á fjármálamarkaði. Þar sem engar ítarlegar íslenskar leiðbeiningar eða dómaframkvæmdir liggja fyrir, byggist nálgun ritgerðarinnar á samanburði við erlenda framkvæmd, leiðbeiningar ESMA og markmiðsskýringar á ákvæðinu.
Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að túlkun ESMA, sem leggur áherslu á raunveruleg áhrif stjórnanda á fjárfestingarákvarðanir lögaðila, samræmist best markmiðum MAR um gagnsæi, réttaröryggi og traust fjárfesta Sú túlkun byggir á heildstæðu mati á raunverulegum áhrifum stjórnenda, fremur en einungis formlegri stöðu eða fjárhagslegum tengslum.
Samkvæmt þessari niðurstöðu ætti því Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að gefa út íslenskar leiðbeiningar sem byggja á túlkun ESMA, en styðjast við framkvæmd annarra aðildarríkja á þeim sviðum þar sem ESMA hefur ekki veitt skýrar leiðbeiningar. Með þessu yrði dregið úr réttaróvissu, aukið gagnsæi og traust á markaðnum fengist ásamt því að tryggja samræmda framkvæmd reglugerðarinnar innan Evrópska efnahagssvæðisins.
This thesis examines the interpretation of the concept of “persons closely associated” as defined in Article 3(1)(26) of Regulation (EU) No 596/2014 on market abuse (MAR). Special emphasis is placed on point (d) of the provision, which concerns legal persons and entities with economic ties to persons discharging managerial responsibilities (PDMRs). The main objective of the thesis is to analyse the substance and application of this provision within European practice, particularly by the European Securities and Markets Authority (ESMA) and national financial supervisory authorities such as BaFin in Germany and Finansinspektionen in Sweden.
This topic is of significance due to the legal uncertainty surrounding the interpretation of the provision, as well as the impact that divergent interpretations may have on legal certainty, transparency, and investor confidence in financial markets. In the absence of detailed Icelandic guidance or case law, the thesis approach is based on a comparative analysis of foreign practice, ESMA’s guidance, and a teleological interpretation of the provision.
The main findings of the thesis indicate that ESMA’s interpretation, focusing on the actual influence of a PDMR over the investment decisions of a legal entity, aligns best with the objectives of MAR regarding transparency, legal certainty, and investor protection. This approach is based on a holistic assessment of real influence rather than formal position or economic ties alone.
Based on these findings, the Icelandic Financial Supervisory Authority should adopt guidelines reflecting ESMA’s interpretation, while also referring to the practice of other EEA member states in areas where ESMA has not provided clear guidance. Such an approach would reduce legal uncertainty, enhance transparency and trust in the Icelandic financial market, and ensure harmonised application of MAR throughout the European Economic Area.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA Hverjir skilgreinast sem nákomnir aðilar.pdf | 731,25 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |