Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/50685
Lífeyriskerfi gegna lykilhlutverki í efnahags- og félagsmálum, en ólíkar leiðir eru færar við skattlagningu lífeyrissparnaðar. Í þessari ritgerð er borin saman hefðbundin frestuð skattlagning lífeyris (EET, skattlagning við útgreiðslu) og fyrirframgreidd skattlagning (TEE, skattlagning við inngreiðslu) með tilliti til áhrifa á ríkissjóð, þjóðarbú og einstaklinga. Rannsóknarspurningin er hvort betra sé að skattleggja lífeyri þegar iðgjald er greitt eða þegar lífeyrir er greiddur út. Rannsóknin byggir á fræðilegri heimildagreiningu, alþjóðlegum samanburði og megindlegri sviðsmyndagreiningu fyrir Ísland. Þróun lífeyriskerfisins var spáð fram til ársins 2074 undir ólíkum forsendum til að meta afleiðingar kerfisbreytinga. Helstu niðurstöður sýna að hvor skattlagningarleið hefur kosti og galla, TEE skilar ríkissjóði hærri skatttekjum til skamms tíma en munur á heildartekjum reynist lítill til lengri tíma, á meðan EET leiðin hvetur til sparnaðar fyrir einstaklinga vegna skattfrestunar. EET stuðlar jafnframt að auknum þjóðhagslegum sparnaði og fjárfestingu, sem styrkir hagkerfið til lengri tíma. Álykta má að skilyrðislaust svar sé erfitt að fá en niðurstöðurnar benda til að núverandi EET-kerfi veiti traustan ávinning fyrir einstaklinga og samfélag þegar til lengdar lætur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skattlagning lífeyris við inngreiðslu eða við úttekt?.pdf | 1,11 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |